fimmtudagur, október 25, 2007

Draumfarir

Skemmtilegt frá því að segja að mig dreymdi undir morgun að Hjördís vinkona var að útskýra fyrir mér að þegar konur væru óléttar gætu þær eingöngu sagt: "dadda dadda dadda dadda". Þetta var að sjálfsögðu sagt með ungbarna rödd. Eftir smástund fór leysa svefn hjá mér og þá var þetta bara sonur minn að reyna að fanga athygli mína svo honum yrði kippt upp úr rúminu sína og í fangið hjá "dadda". Honum varð að ósk sinni og allir glaðir. Getum þó velt okkur aðeins upp úr því hvort hann hafi fattað að með því að segja "dadda" þá hafi hann að sjálfsögðu átt við pabba sinn. Íhugum það í nokkrar vikur.

sunnudagur, september 23, 2007

föstudagur, júlí 27, 2007

Hvurslags eiginlega...

...ástand er orðið á götum borgarinnar og vegum landsins?!?!?!? Ég verð nú bara að minnast aðeins á þetta mótorhjólafólk. Veðráttan hefur verið þannig að undanförnu að fólk þeysist út með hjólin sín. Í kjölfar þess erum við smælingjarnir á bílunum í stórhættu!! Mín skoðun er sú að best væri bara hreinlega að banna öll mótorhjól og farga þeim öllum sem einu. Já ég hef mjög sterka skoðun á þessu og stend við hana. Það er bara of mikið af lélegum ökumönnum á mótorhjólum í umferðinni sem gera ekki annað en að skapa hættu hér og þar. Svo eru þeir alveg brjálaðir út í ökumenn bifreiða fyrir að svína á sig. Nú hættið þá bara að pota ykkur alls staðar þar sem ekki er pláss fyrir ykkur! Ég frétti það að einhver hjólasamtök eða klúbbur hafi sett á heimasíðu sína að þeir ætli að fara að taka málin í sínar hendur og hvöttu alla hjólamenn til að skrifa niður númer þeirra bíla sem svína á þá. Svo ætluðu þeir s.s. að finna bílana og lúskra á ökumönnum þeirra. Kommon!! Í fyrsta lagi er alls ekki óalgengt að fleiri en einn ökumaður sé að hverjum bíl og í öðru lagi getur alltaf komið upp sú staða að þú hreinlega sérð ekki mótorhjólið sem er gjörsamlega í hliðinni á bílnum þínum eitthvað að þvælast.

Við lentum nú bara í því fyrir tveimur vikum síðan að við vorum á leið úr sumarbústað. Hrafn var sofandi enda hafði hann verið alveg úrvinda og við fegin að hann gat sofnað í bílnum svo hann gæti sofið alla leið heim. Ekki vorum við búin að keyra nema einn þriðja af leiðinni í bæinn þegar við erum að mæta húsbíl, allt í lagi með það. En svo einn tveir og bingó og það var bara gaur á mótorhjóli að stefna beint framan á húddið hjá okkur. Biggi neglir að sjálfsögðu niður og mótorhjólið rétt náði að beygja framhjá. Ég er að segja ykkur það að ég sá manninn bara í fullri stærð fyrir framan mig. Við þetta vaknaði auðvita Hrafn og svaf ekki meira á leiðinni. Hann var ekki par sáttur litli kúturinn. Hefðum við s.s. haft rétt á að elta kauða uppi og lúskra ærlega á honum með hafnaboltakylfu?? Alla vega samkvæmt þessum mótorhjólasamtökum. En í alvöru, hver tekur fram úr bíl án þess að gá hvort mótumferð sé???? HÁLFVITI!! Já ég varð sko verulega reið, enda sá ég fyrir mér harðan árekstur og að við hefðum á samviskunni að mótorhjólamaður hafi framið sjálfsmorð á fjölskyldubílnum okkar. Og hvað þá ef litli kúturinn minn hefði slasast.

Af hverju er ég að skrifa um þetta núna, hálfum mánuði síðar? Jú það er vegna þess að rétt áðan var ég að keyra hér í sakleysi mínu. Ég veit ekki fyrr en ég sé bara mótorhjólamann á leiðinni inn um afturrúðuna hjá mér. Svo tekur hann fram úr mér og það var n.b. bíll við hliðina á mér. Gaurinn bara tróð sér á 90 km hraða. Svo fer hann fram fyrir röð af bílum sem biðu á ljósum og fram fyrir stöðvunarlínuna. Ég hélt nú að markmið línunnar væri til að sýna að fólk ætti að stoppa fyrir aftan hana. Ég veit að það er örugglega til góðir ökumenn mótorhjóla en ég hef bara mjög sjaldan séð þá í umferðinni. Mér hefur sýnst þetta vera upp til hópa frekar glannlegt fólk sem frekjast fram fyrir aðra og leggur líf og limi óbreyttra borgara í hættu.

Hvernig væri nú að bera virðingu fyrir samborgurum sínum og fara eftir umferðareglum, líta í kringum sig og stilla hraðann í hóf?!?

laugardagur, júní 09, 2007

Gaman að pæla

Ég er alltaf að velta fyrir mér hvernig ég geti raðað inn í stofuna hjá mér þannig að það verði ekki úber lítið pláss til að athafna sig. Ég tel mig vera búna að finna lausn á þeim vanda, en þá kemur babb í bátinn. Núna er ég búin að setja sófann fyrir stofugluggann, þannig að stóri glugginn minn nýtist ekki eins og hann á að gera. Hvað gera bændur þá (eða Kópavogsbúar)? Núna er pælingin að halda skipulaginu en spegla því, spennandi!!! Þá þarf að redda sér einhvers konar apparati sem sendir internet í gengum rafmagn. Þetta apparat er víst til. Allt er nú til segi ég bara, en sem betur fer því þá get ég speglað stofunni minni. Súper!!

Annars erum við búin að vera gæða okkur á kökum og heitum rétt hérna. Jú mikið rétt, ég var aðeins að fagna því að hafa átt afmæli í vikunni. Hópur góðra gesta var hérna í dag. Bara notalegt.

mánudagur, júní 04, 2007

Gleði gleði gleði

Nú eru aldeilis gleðifréttir hér á bæ!!! Pakkið er flutt í burtu og eigandinn fluttur inn :D Við skulum vona að þá hætti alveg þessi óskemmtilegu næturhljóð...hehemm...svo ekki sé meira sagt. Bigga grunar að strákurinn sé að vinna sem flugþjónn hjá IcelandExpress...hann sagðist vera að vinna þar og að hann yrði væntanlega ekki mikið heima. Ahhhh...the silence!!!! I luv it.

Svo er aldeilis stór dagur á morgun :) Mín bara nákvæmlega hálfnuð í fimmta tuginn. Ekki amalegt það. Biggi er í eldhúsinu að baka Betty handa mér. Að vísu get ég ekki borðað hana fyrr en hann kemur heim úr vinnunni á morgun því það er ekki til í kremið. Maður ætti nú að geta hamið sig ;)

Jæja ætla að skella mér í smá saumaskap, eða alla vega byrja á honum. Litli maðurinn var nefnilega að fá rimlarúmið í hús og þá þarf að græja lök.

Adju

sunnudagur, júní 03, 2007

Bruðhlaup

Við fórum í brúðkaup í gær. Ofsalega flott og brúðhjónin voru ekkert smá fín og sæt. Þetta var s.s. Edda vinkona okkar úr Árbænum og hennar ektamaður (frá og með gærdeginum) sem voru að láta pússa sig saman. Veislan var bara stuð og meira stuð. Svona alveg eins og maður vill hafa það. Ég reyndi að taka niður nokkra punkta fyrir næsta sumar. Svo erum við líka að fara í brúðkaup eftir tvær vikur svo maður verður bara með þetta allt á hreinu ;)

Hrafninn minn fór í fyrstu pössunina sína og gekk það með endemum vel. Ekkert smá stolt af lillanum mínum

sunnudagur, maí 27, 2007

Allt að gerast

Núna erum við búin að láta smíða hillur í fataskápinn svo við getum hafist handa við að græja fataskápinn hans Hrafns á morgun. Ekki seinna vænna þar sem drengurinn á orðið þvílíkt magn af fötum þar til hann verður tæplega 2ja ára :) Ekki slæmt það. Fórum í útskriftarveislu í dag til frænku hans Bigga. Hrafn fékk mjög mikla athygli því allir voru að sjá hann í fyrsta skipti. Fyndið þegar við förum í svona fjölskylduboð að þá liggur við að við sjáum hann ekkert allan tíman...hehe...ömmur og afar berjast um að fá að knúsa snúllan sinn og Vala Ósk tók nú líka sinn skerf af því. Við fengum þó að taka hann með okkur heim í lok veislunnar...hehe ;)

Í dag er nammidagur, þess vegna sitjum við inn í stofu með kassa af smá Draumum. Ekkert smá mikið magn í þessum blessaða kassa..fjewwww...ætla að hætta að gúffa þessu í mig núna því allt þetta súkkulaði getur ekki verið gott fyrir Hrafn, hann fær súkkulaðið náttúrulega endurunnið í gegnum mömmumjólkina sína :) Erum að horfa á Million Dollar Baby. Vorum búin að sjá hana á sínum tíma en ég var búin að steingleyma henni.

Næsta mál á dagskrá er að koma barnaherberginu í ásættanlegt stand og huga svo kannski að því hvort við getum endurraðað eitthvað í stofunni til að koma hlutunum betur fyrir. Þarf maður endalaust að vera að betrum bæta híbýli sín?? Við þurfum alla vega að betrum bæta eldhúsið því við misstum uppþvottavélina í vikunni. Inga María og Ingó eru að flytja núna um helgina og sóttu vélina sína úr pössun...búhúhú. Þannig að nú þarf að fara spara fyrir uppþvottavél því þaðer alveg ómögulegt að vera búinn að venjast vélinni og þurfa svo að eyða öllum sínum tíma í að vaska upp. Þetta er alla vega það heimilistæki sem ég tými að eyða pening í því það er bara lúxus að þurfa ekki að vera sífellt með hendur í bleyti ;)

Ég held ég sé bara komin í ruglið hérna og það sem ég babla meikar ekki mikinn sens. Er svona að skrifa þetta með hálfum huga því ég er jú að horfa á TV. Svo er það bara beint í rúmið þegar myndin er búin. Svaka djamm á okkur ;)

Auf Wiedersehen

mánudagur, maí 21, 2007

Snjor og el!!!

Hver pantar eiginlega skítakuldag og snjó og él í maí???? Það var að minnsta kosti EKKI ég!! Átti ekki til orð þegar ég kom fram með Hrafn í morgun og sá bara jólasnjósflögur svífa til jarðar. Það er í Ástralíu þar sem jólin eru að sumri til en ekki á Íslandi...hellúúúú. Ætli Hrafn fari ekki í fyrsta sinn á ævi sinni í kuldagalla á eftir, en ég er að pína hann til að sofa fyrri lúrinn inni því það er oft eins og nebbinn hans stíflist aðeins þegar hann sefur úti og því kaldara því meiri stífla. Svolítið erfitt þegar barnið manns er þvílíkt duddusjúkur þegar það á að fara að sofa, þá verður sko að vera hægt að anda með nebbanum litla.

Annars er ekkert á planinu í dag annað en að taka ef til vill upp heklunálina. Þyrfti að þrífa kannski, en er ekki alveg að nenna. Usss...druslan þín Jórunn!!!

laugardagur, maí 19, 2007

All righty then!!!

Ég skal blogga aðeins þó ég sé mamma.

Það er s.s. á döfinni þessa dagana að breyta skipulagi fataskápanna. Mikið óskaplega væri það auðvelt ef skáparnir væru af staðlaðri stærð!!! En nei nei ekkert svoleiðis á þessum bæ!! Í svefnherberginu er s.s. bara einn skápur með hillum og skúffum þannig að fötin hans Bigga hafa verið í kommóðu. Svo er einn tvöfaldur með slá og svo einn mjór með slá. Þessi mjói safnar bara drasli inn í sig svo okkur langar að setja hillur og skúffur í hann. Svo er í barnaherberginu tvöfaldur skápur með slá og mjór með hillum og skúffum. Okkur finndist nú nóg að vera með mjóa með slá því þetta er jú í barnaherbergi og ekki mikið af fötum sem þurfa að hanga þar. Þannig að við ætlum að setja hillur í stærri skápinn og setja hillurnar úr mjóa inn í svefnherbergisskáp. En nú er ekki hægt að kaupa sér hillur á auðveldan máta í tvöfalda skápinn og því þarf að sér sníða í hann. Var búin að sjá fyrir mér að þetta ætti að vera svo ótrúlega einfalt og fljótgert en reyndin verður sennilega önnur. Ojæja og seisei já.

Þetta getur flokkast sem leiðinlegasta blogg sem ég hef á ævi minni skrifað!!! Ykkur er nær að biðja um blogg...hehe.

Annars bara allt við það sama hér á þessum bæ. Biggi búinn með fæðingarorlofið í bili og við Hrafn bara að dúlla okkur heima og að heiman. Maður er strax búinn að fá smá lit í framan og komin með einkennilega brúnku á handarbökin sem einkennist af því að brúnkan nær bara yfir hálft handarbak ;) Svona "úti að labba með vagninn" brúnka :) Jæja núna verð ég að hætta og fara maka á mig handáburða á brúnu hendurnar mínar sem eru að skrælna sökum tíðra handþvotta. Svona er að vera mamma.

sunnudagur, apríl 08, 2007

Margt búið að gerast...

...síðan 8. mars, heilum mánuði.

Ég er orðin mamma og á flottasta strák í heimi. Hann fékk nafn í gær og heitir Hrafn. Við erum s.s. búin að vera mjög upptekin við að annast litla krílið okkar og höfum það rosalega gott. Erum reyndar ennþá að venjast því að sofa ekki eins mikið og áður og erum því alltaf þreytt...hehe. Það fylgir bara.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Biggi er...

...algjört gull!!! Maðurinn er bara bestastur og yndislegastur!!! Viljið þið vita af hverju? Ég fékk heilnudd í gærkvöld og það er bara ekki hægt að óska sér neitt betra þegar maður er óléttur og þreyttur. Þetta nuddnámskeið sem hann fór á er bara snilld. Mæli með því að allir verðandi feður skelli sér á eitt stykki svoleiðis!!! Algjört möst.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Hvaðan koma....

...húsflugur á veturnar? Þetta veldur mér hugarangri. Ég galopnaði allt hérna í gær því mér var vel heitt. Enda skein sólin svo fallega inn um stóru stofugluggana mína. Svo sé ég þessa litlu húsflugu hér á röltinu. Hún hafði þá bara boðið sjálfri sér inn, dóninn. Ég átti ekki einu sinni til kaffi og með því fyrir hana greyið. Hún er hér enn og bíður og vonar að hún fái eitthvað almennilegt að borða en ekki verður henni að ósk sinni frekar en fyrri daginn.

Ætla að óska afmælisbarni dagsins til hamingju: Til hamingju með afmælið Jóhanna mín!!!! Ég hlakka til að smakka á frönsku súkkulaðikökunni á eftir...nammi namm

fimmtudagur, mars 01, 2007

Stefnumot a miðvikudegi

Núna erum við að nýta tímann og njóta þess að vera bara tvö. Fórum því í gær út að borða á Tivoli. Það var nú ekki mikið að gera þar, enginn þar inni þegar við komum. Ég fékk svona 2 fyrir 1 með nýjasta Gestgjafanum og það var nú ágætt að ég fékk svoleiðis því mér fannst maturinn sem ég pantaði mér ekkert sérstakur. Tagliatelli með kjúklingabringu og gorganzola sósu. Kjúklingurinn var frekar gúmmíkenndur :/ Biggi fékk sér lambakjöt og það var fínt en ekkert svona kannski geggjað, en við þurftum bara að borga fyrir matinn hans þar sem hann var dýrari en minn. Svo ætluðum við að fara á Lækjarbrekku og fá okkur Créme Brulé, eða hvernig það er skrifað. En svo komumst við að því að þeir eru hættir að gera svoleiðis og þvílík synd því ég hef ekki fengið eins gott Créme Brulé eins og á Lækjarbrekku. Við týmdum svo eiginlega ekki að borga meira en þúsund kall fyrir eftirrétt svo við fórum bara og fengum okkur vesturbæjarís og tókum með heim og borðuðum yfir tveimur þáttum af Dexter. Erum að byrja að horfa á þá þætti og ég verð að segja að fyrstu tveir lofuðu mjög góðu :)

Annars er allt í rólegheitum hjá mér. Tek bara einn dag í einu og reyni að sofa eins mikið og ég get, er ekkert að sofa út eins og ég gat þegar ég var unglingur. Svo set ég mér fyrir lítil verkefni á hverjum degi svo ég eyði ekki heilu dögunum í það að horfa bara á sjónvarp. Núna er t.d. verkefni dagsins að setja í eina þvottavél, taka niður af snúrunum og þvo það sem ég þarf að handþvo. Brjálað að gera í Hlíðarhjalla ;)

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Haninn galaði kl. 6

Goggolo gúúúúú...og mín bara vaknaði. Ég hef ákveðið að kalla pissublöðruna hana núna því það var jú ástæðan fyrir að ég þurfti að dröslast fram úr kl. 6 í morgun. Hressandi!!! En svo eftir það þá gat ég ekki með neinu móti sofnað aftur. Á endanum gafst ég upp og fór fram í stofu með AB-mjólk í skál og horfði á einn Friends þátt.

Í dag er síðasti vinnudagurinn í bili og við tekur afslöppun og hvíld fyrir átökin og nýtt hlutverk. Ég bakaði marmaraköku í gær í tilefni dagsins og kom svo við í bakaríi og keypti eina súkkulaðiköku líka til að bjóða upp á í morgunkaffinu.

Annars var helgin rosalega ljúf. Við gerðum nákvæmlega ekki neitt. Bara alveg eins og það á að vera. Fengum okkur reyndar bíltúr upp í Mosfellsbæ á laugardaginn til að kíkja á Ingu og Ingó og fína húsið þeirra. Allt að smella saman þar og mjög gaman að hafa geta séð hvernig eitt stykki hús smellur saman. Þetta verður stórglæsilegt hjá skutuhjúunum.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Ekki nógu dugleg...

...að blogga ég veit það vel. En ég hef nú heldur ekkert mikið merkilegt að segja þessa dagana. Það snýst bara allt um að vera ólétt eitthvað. Héldum smá pizzapartý fyrir Hjördísi, Snæbjörn, Írisi og Óla um helgina. Heppnaðist mjög vel, en ég var reyndar ekki alveg nógu ánægð með pizzadeigið sem við keyptum hjá Hróa Hetti. Held að ég geri deigið bara sjálf næst.

Í síðustu viku héldum við aðeins upp á afmælið hennar Kristrúnar, það var reyndar 1. janúar en hún var að sjálfsögðu í miðjum prófalestri í Ungverjalandi þá. Ég, Hrönn og Steinunn sóttum hana um hádegi og bundum fyrir augun á henni og keyrðum með hana í nokkra hringi og svo í Bláa Lónið þar sem skvísan fékk nudd. Þetta heppnaðist súper vel og hún hafði ekki hugmynd um hvert við vorum að fara með hana. Svo elduðu Biggi og Haukur fyrir okkur fajitas, nammi namm. Snilldar dagur!!!

Núna er Kristrún farin út aftur á vit ævintýranna og læknavísindanna. En það er nú rosalega stutt í að sumarið kemur og þá kemur hún aftur. Æi maður er eiginlega orðinn of vanur því að fólk sé að koma svona og fara. En aldrei fer ég neitt ég er bara alltaf hér og mun vera það áfram. Ætli við reynum ekki að skella okkur einhvert út þegar Biggi tekur masterinn einhvern daginn. Maður verður nú að prófa að búa einhvern tíma í útlöndum.

Jæja ekki meira bull í bili...ég bloggaði alla vega :)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Veðmál??

Unnur systir vill koma af stað veðmáli um hvenær litli prins mun fæðast. Hana dreymdi nefnilega dagsetningu. Endilega setjið í komment hvenær þið haldið að krílið líti dagsins ljós :) Þið megið endilega veðja upp á peninga líka, en þá finnst mér að lilli eigi að fá ágóðann sama hvenær hann fæðist...hehehe...hverjir eru með??

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

VÁ!!

Ég held að það sé grautur í stað heila í hausnum á mér í dag. Vaknaði frekar skrítin eftir nóttina. Reyndar var ég nú örugglega meira milli svefns og vöku í alla nótt heldur en sofandi. Þvílík steypa sem mig var að dreyma og svo var mig alltaf að dreyma að mér væri illt í bakinu, reyndar var mér mjög illt í bakinu þegar ég fór að sofa. Ég um mig frá mér til mín...hey þetta er nú einu sinni bloggið mitt, vildi bara benda á hversu oft þetta orð hefur komið fyrir nú þegar ;)

Þarf að halda áfram að slá inn endalausum tölum...skrambans álagningarseðlar frá Garðabæ!!!!

miðvikudagur, janúar 31, 2007

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Hámark 5 tímar í svefn!!!!!

Já þið gátuð rétt, það voru déskotans nágrannarnir eina ferðina enn!!! Og mér sem hafði tekist áætlunarverk mitt, þ.e. að sofna fyrir miðnætti. Maður var bara vakinn fimm í tólf og þá var skvísan sko bara vöknuð og ekki séns að sofna aftur. FÁIÐ YKKUR NÝTT RÚM!!!! Við hefðum kannski átt að gefa henni gamla rúmið okkar, heyrðist ekki múkk í því!!! Hvað er svo málið með að fara að færa til húsgögn um hálf eitt???? Ég ekki skilja svona!!!

Ekki nóg með það því þá vaknaði ég líka við ofurháværu baðviftuna hjá þeim kl. 6:20 í morgun. Það er aldeilis að þau þurfa aldrei að sofa þetta pakk!!!!! Já núna eru þau komin með pakk-stimpil á sig í mínum bókum kæra fólk. Ef þið viljið forðast þann stimpil frá mér þá er málið einfalt...EKKI VEKJA MIG OG HALDA FYRIR MÉR VÖKU!!!!!! Hvað getum við gert?? Allar ábendingar vel þegnar!!!!!!

Þessi færsla var í boði upphrópunnarmerkja, takk fyrir!!!!!!

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Ýmislegt gerist!!!

Einhvern tíma er allt fyrst eins og sagt er og á þetta einstaklega vel við líf mitt þessa dagana. Mér tókst í fyrsta skipti á ævi minni að gleyma veskinu mínu og það er bara týnt og tröllum gefið. Þetta gerðist eldsnemma á föstudagsmorgun þegar ég var í bakaríinu að kaupa fyrir morgunkaffið í vinnunni. Ég er svo klár að ég get gert tvennt í einu og var bæði að setja bakkelsið í poka og kvitta undir í einu. Svo bara fer ég í vinnuna og allt er eðlilegt, ég fer ekkert í hádeginu og þarf ekkert að nota kortið mitt meira þann daginn. Svo líður að bíóferð og ég ætlaði að taka debetkortið mitt úr veskinu mínu því ég nennti ekki að hafa allt hafurtaksið með. Þá bara er ekkert veski í töskunni minni....frábært!!!! Ekki fannst það í bakaríinu þó að það hafi verið síðasti staðurinn sem ég notaði það á. Þannig að það lítur út fyrir að einhver sem kom á eftir mér hafi bara hirt ljóta seðlaveskið mitt með öllu mínu lífi í...eða þannig. Það getur nú verið kostnaður við að endurnýja svona dóterí og bölvað vesen. Hringja hingað og þangað að láta loka kortum og sækja svo um ný. Og ég tala nú ekki um kostnaðinn við að fá nýtt ökuskírteini, heilar 3.900 kr. Ég held enn í vonina að ég fái veskið til baka...hehe...eða þannig. En ræninginn hafði sko ekkert upp úr krafsinu því það var sko ekki krónu með gati að finna þar!!! Af hverju skilar fólk ekki svona inn í búðirnar sem það finnur þetta í. Kommon, hvað hefur það að gera með kort sem eru lokuð??? Ég sé mest eftir myndunum tveimur sem ég var með í veskinu, önnur var af Bigga og hin af Unni minni svo ég sakni hennar ekki endalaust mikið. En núna er ég búin að vera með tárin í augunum af söknuði síðan á föstudag...búhú

föstudagur, janúar 19, 2007

bóndi bóndi

Í dag er bóndadagurinn og í tilefni af því þá gleymdi ég að óska Bigga til hamingju með daginn í morgun. En ég var nú reyndar búin að kaupa fyrir hann miða í bíó í kvöld. Ekkert minna en lúxussalurinn. Við eigum double-date með Ingu og Ingó og ætlum að sjá myndina Night at the Museum. Trailerinn lofaði alla vega góðu.

Lítið búið að gerast að undanförnu en við erum að vísu búin að losa okkur við gamla rúmið okkar loksins, gáfum það og það var sótt í morgun kl. 8:30. Vonum að fjölskyldan sem fékk það njóti góðs af. Þetta var fyrsti hluturinn sem við Biggi keyptum okkur saman, gaman að því.

Svo fékk ég rosalegt heilnudd á þriðjudaginn og það var svo rosalegt að ég sofnaði bara og alveg streinrotaðist meira að segja!!! Biggi ákvað að sýna mér loksins hvað hann var að læra á þessu nuddnámskeiði sem hann fór á og nú sleppur hann ekki. Eins gott að þetta verði a.m.k. vikulegur viðburður!!! ;)

Jæja það er föstudagur og mig langar bara mikið að fara koma mér heim svo ég er að spá í að láta það eftir mér :)

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Þreytta konan!!!

Já það er þreytta konan sem skrifa hér inn. Alveg með augun á stilkum og ég veit ekki hvað og hvað, svo er ég líka svolítið svöng. Hvað olli þessu? Hmmm kannski samblanda af því að ég hef ekki fengið nægan svefn undanfarnar nætur og svo svaf ég yfir mig í morgun og náði ekki að borða yndislegu AB-mjólkina mína með múslí, cheeriosi og rúsínum útí.

Svolítið af þreytunni er nú alveg mér að kenna því við fórum í gær til Jónasar og Írisar (bróður hans Egils og konu hans) og fengum barnaföt lánuð. Við vorum mjög sein á ferðinni því Biggi fór fyrst á Júdó æfingu og við komum ekki heim fyrr en kl. 1 í nótt. Já mikið rætt fram og til baka um börn og barneignir og litlu krílafötin skoðuð. Komum heim með fulla stóra íþróttatösku af alls konar dóteríi. Þegar ég lagðist lokins á koddan rotaðist ég um leið og rumskaði í morgun því ég þurfti á klósettið, en meikaði ekki að fara svo líkaminn varð bara að gjöra svo vel að halda í sér...sem hann gerði, sem betur fer!!! Svo vakna ég klukkan korter í níu við að Biggi er að pikka í öxlina á mér. Uss hann hefði alveg mátt sleppa því að pikka í mig og leyfa mér bara að sofa yfir mig...hehe.

Held að ég verði að taka mig á og fara að kom mér í rúmið um kl. 22 á kvöldin svo ég fái nú nægan svefn. En það er erfitt þegar maður er sjónvarpssjúklingur eins og ég og maður getur horft á hvað sem er og það skiptir ekki máli þó sjónvarpsefnið er endursýnt og maður hefur a.m.k. séð það tvisvar áður...ussss...skamm skamm. Í kvöld verður það bara beint upp í rúm eftir meðgöngusund og hana nú. Í háttinn klukkan átta eins og í laginu, eða frekar rétt fyrir tíu því ég kem heim um hálf tíu :) Sjáum til hvort þetta virkar!!!

Þangað til næst....ZZZZZZZZZZ

mánudagur, janúar 08, 2007

Það sem gerðist svo...

...var að ég hringdi í eigandann strax kl. 8 um morguninn og hann svaraði að sjálfsögðu ekki í símann. Við fórum bara fram úr og fengum okkur morgunmat og ákváðum svo að klæða okkur og fara upp og vekja þau til að tala við þau. Þá koma þau bara ekkert til dyra og við náttla mjög hissa því við vissum sko vel að það væri einhver í íbúðinni. Ég prófaði þá að hringja í heimasímann hjá þeim og Biggi heyrði hann hringja og heyrði líka í einhverjum en ekki svöruðu þau heldur í símann. Einhver sem hefur greinilega vitað upp á sig skömmina. Nú svo hringir eigandinn í mig til baka og ég útskýri nú allt sem búið er að ganga á og að þetta sé nú ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Honum brá svolítið við það að það væri einhver í íbúðinni því hann sagðist vinna í Herjólfi og hann hafi séð strákinn koma til eyja kvöldinu áður og með stelpu með sér sem hann héldi að væri kannski systir hans (Hann leigir s.s. stráknum og systir stráksins býr með honum). En honum fannst þetta náttúrulega mjög leiðinlegt og þakkaði okkur fyrir að láta sig vita og hann myndi tala við strákinn og biðja hann að tala við systur sína. Þetta gengi náttúrulega ekki svona. Hringdi svo strax aftur í mig og lét mig vita að hann væri búinn að tala við strákinn. Við lögðumst þá bara aftur upp í rúm og náðum að sofna, en þetta varð náttúrulega til þess að við sváfum til hádegis, sem við höfðum ekki ætlað okkur að gera.

Ég fór svo út og hitti Sjöfn og var með henni mest allan daginn en þegar ég kom heim sá ég að það var ljós í íbúðinni uppi svo ég ákvað að fara upp og tala við stelpuna. Sem ég svo gerði og fræddi hana um fjölbýlishúsalögin. Hún hafði þá verið búin að fara niður og tala við Bigga en ég vissi það ekki þar sem Biggi var farinn út þegar ég kom heim. Hún lofaði að reyna að bæta sig og afsakaði sig þvílíkt og ég veit ekki hvað og hvað. Svo urðum við nú ekki mikið vör við þau það sem eftir var helgarinnar. En í gærkvöldi þá var svona svolítill skarkali í þeim og einhver fór í sturtu um kl. 1 í nótt og kveikti þá á viftunni sem heyrist hræðilega mikið í. Allt í lagi með það svo sum. Svo vakna ég í nótt rétt fyrir kl. 3 að það var rosa stuð hjá þeim og stelpan alveg á orginu. Það hljóta nú bara fleiri að hafa vaknað við þetta heldur en við í húsinu. Manni langar bara ekkert að vita nákvæmlega hvenær nágrannar manns stunda kynlíf en þau eru greinilega að auglýsa það!!! Þetta fólk kann bara hreinlega ekki að taka tillit!!! Ég hringdi nú bara aftur í eigandann í morgun og ég var greinilega að vekja hann í þetta skiptið því hann var nú ekki beint kurteis við mig. Sagði svo bara að þetta væri ekki sitt mál. En mér finnst það nú svolítið vera hans mál þar sem hann er eigandi íbúðarinnar og hann er að leigja þessu fólki. Það er náttúrulega alveg fáránlegt að fá ekki svefnfrið á sínu eigin heimili. Hann er nú ekki hlutlaus í þessu máli þar sem hann þekkir strákinn sem hann er að leigja og tekur nú upp hanskann fyrir hann. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera en ætli ég fari ekki upp og tali við stelpuna, þó að Biggi hafi verið búinn að segja henni að það heyrðist ALLT niður. Hélt að hún myndi nú fatta þetta en hún er greinilega mjög treg aumingja stelpan.

Það er vonandi að ég fái að sofa í nótt...annars verð ég bara að kaupa svona rauðan bolta sem hún getur troðið upp í sig (eins og í Pulp Fiction ;))

laugardagur, janúar 06, 2007

Klukkan er nuna 7:32...

... á laugardagsmorgni og ég er búin að vera vakandi í tæpan klukkutíma. Ástæðan er ekki sú að ég sé svona ólétt að ég geti ekki sofið, heldur var ég skemmtilega vakin af nágrönnum mínum með ljúfum Elvis tónum. Þetta var í annað skiptið í nótt sem þau vekja mig með tónlist og ég var því nýsofnuð eftir að hafa legið lengi andvaka en þau voru n.b. löngu farin á djammið þegar ég loksins sofnaði. Fyrra skiptið hrökk ég upp kl. 3:30 við tónlist hlátrasköll og fólk að reyna að tala yfir tónlistina. Ég velti mikið fyrir mér hvað ég ætti að gera því ég nennti enganveginn að fara upp og tala við þau. Svo á svona hálftíma slökktu þau á tónlistinni og gengu um á hælaskóm og drulluðu sér svo út með miklum látum og skarkala. Ég gat engan veginn sofnað aftur og kláraði því að lesa bókina sem ég fékk í jólagjöf. Náði mér í epladjúsglas og drakk það og snéri sænginni minni og reyndi aftur að sofna. Held að ég hafi verið að sofna um kl. 5:30. Svo núna kl. 6:40 rumska ég við einhver hljóð og þá er það bara Elvis að syngja angurværa tónlist sína....andvarp. Þetta var nú ekki hátt stillt hjá þeim en mér tókst nú samt að vakna við þetta. Þá ákvað ég að nú færi ég upp og hakkaði þau í mig svo ég skellti mér í náttsloppinn og rölti upp og hringdi pirrandi bjöllunni vel og lengi....enginn ansar en tónlistin heldur áfram. Svo ég prufa aftur....enginn ansar en tónlistin heldur áfram. Ég prufa í þriðja skiptið og sama sagan. Kræst mín að verða pirruð svo ég prufa að banka og hringja bjöllunni....no answear. Svo hættir lagið og þá banka ég fast og hringi...enginn svarar. Á þessum tíma punkti var Biggi kominn upp til mín. Ég segi við hann nei nú hringi ég á lögguna og það gerði ég. Núna er liðinn klukkutími og löggan hefur ekkert látið sjá sig og tónlistin hætt og þau lögst til svefns eflaust og sofnuð. En ég komst að því af hverju þau komu ekki til dyra þegar ég heyrði brak og bresti koma frá baðherbergisloftinu...sumir voru að gera dodo í baði og við fengum að njóta þess að heyra það alles!!! Mega stuð!!! Rosa rómó að vera með Elvis á fóninum og reyna að hjakkast í baði með tilheyrandi braki og brestum...halllóóóóóó....besti tíminn í þetta kl. 7 á morgnanna greinilega og svo áttu þau auðvitað eftir að tæma baðið svo það var bara glugg glugg sem glumdi við hjá okkur. Ég hringi í eiganda íbúðarinnar á morgun og kvarta undan þeim og bið hann að kynna þeim fyrir fjölbýlishúsalögum og ef það dugar ekki þá ætla ég bara að hringja alltaf strax á lögguna ef það eru einhver læti í þeim eftir miðnætti...sama hvort um virka daga eða helgi er að ræða.

Ég er alla vega vöknuð og ætla að fá mér súrmjólk í morgunmat eftir ca. 2-3 tíma svefn. Akkúrat passlegur svefn fyrir óléttar konur!!!! Urrrrrrrrrrrr!!!!

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár!!!!

Já nú er árið 2007 gengið í garð. Þetta verður viðburðarríkt ár hjá okkur Bigga. Árið 2006 var gott ár en kannski í frekar rólegri kantinum. Hér kemur smá samantekt af því helsta sem gerðist hjá mér:

  • Byrjaði í nýrri vinnu í ársbyrjun
  • Fór út til Danmerkur um páskana, fékk eitt stykki bónorð frá krjúpandi manni að nafni Birgir Þór :)
  • Ferðaðist mjög lítið um landið um sumarið en fór þó nokkrar ferðir upp í bústað til mömmu og pabba og svo fórum við í fjölskylduferðina að Laugarvatni
  • Fórum á Morrisey tónleika í Laugardalshöllinni...gaman, gaman
  • Var ein heima um verslunarmannahelgina, þar sem ég nennti ekki að vera með ógleði á Akureyri innan um fullt af fólki heima hjá Helga og Telmu.
  • Byrjaði í námi í HR og fór jafnóðum í námsleyfi
  • Fórum í brúðkaup til Ingu Maríu og Ingólfs
  • Tilkynnti komu nýs fjölskyldumeðlims í byrjun september
  • Fórum með öll systkyn Bigga í bústað í byrjun september
  • Fórum á Nick Cave tónleika í Laugardalshöllinni...það var ekki gaman!!!
  • Fórum með mömmu, pabba og Guðrúnu til Danmerkur í byrjun október til að hitta Unni og Danna og halda upp á stórafmæli pabba
  • Keyrðum norður á Corollunni okkar um miðjan nóvember og allir héldu að við værum klikkuð að fara í þessari færð á þessum bíl. Það var n.b. nánast enginn snjór á leiðinni og besta ferðaveður og bílinn okkar er æðislegur!!! Fengum gistingu hjá Helga og Telmu og allir skelltu sér á bretti nema ólétta konan. Borðuðum dýrindis máltíð á Greifanum og Helgi sýndi okkur það góða við Akureyri, ábótin!!
  • Fórum í þriðja skiptið til Danmerkur á þessu ári fyrstu helgina í desember, með Fuglum ehf. Keyptum barnavagn, smá vesen en það borgaði sig. Fórum á skrítinn Julefrukost í Tivoli. Skemmtum okkur æðislega vel!!
  • Héldum jólin hátíðleg í síðasta skipti í sitthvoru lagi. Höfðum það rosalega næs yfir hátíðirnar.

Svo er bara að sjá hvað árið 2007 ber í skauti sér. Það verður án efa mjög skemmtilegt ár og í nógu að snúast!!!