þriðjudagur, maí 30, 2006

Djamm og djús og sveitaferð

Ýmislegt búið að drífa á daga mína að undaförnu. Fór á smá tjútt með saumaklúbbnum mínum á laugardaginn. Hittumst heima hjá Bibbu og Írisi og borðuðum saman þriggja rétta máltíð. Fengum salat með reyktum silung í forrétt. Rosa góðar kjúklingabringur í aðalrétt og svo var ég búin að útbúa heitt epladóterí sem ég bar fram með ís. Skelltum okkur svo niðrí bæ og eins og svo oft áður þegar við förum saman var ferðinni heitið á Oliver. Þar var ekkert nema útlendingar, amerískar stelpur að missa sig í stuttu pilsin...úfff...ég var nú í stuttu gallapilsi, en ég var líka í sokkabuxum svo mér yrði ekki kalt og svo ég yrði ekki hálf nakin!!

Sunnudagurinn var hinn rólegasti. Egill kom í heimsókn og náði okkur í rúminu...svo gott að lúlla lengi :) Við skelltum okkur öll saman í sunnudagsbíltúr og keyptum ís og svona. Buðum svo strákunum í kaffi og með því. Allir orðnir æstir í kaffið góða. Svo um kvöldið var húsfundur hjá okkur. Þar var girðingarmálið tekið upp og fellt, aðeins einn sem var með girðingunni, en það var ekki nóg svo girðingin verður ekki sett upp að okkar hálfu. Ekki veit ég hvernig kellingarnar í hinum endanum tóku þeim fréttum. Nú erum við sennilega lent í fyrsta sameignarstríðinu okkar...úfff.

Í gær skelltum við okkur eftir vinnu upp í Húsafell. Fórum að sækja Guðrúnu systir. Hún var að fara með litla bílinn til mömmu og pabba því þau þurfa að vera á tveimur bílum í öllum þessum útréttingum varðandi bústaðinn. Allt liðið var að borða í Húsafelli. Mamma, pabbi, Guðrún, Litháarnir tveir og tveir smiðir úr Keflavík. Við keyrðum svo í bústaðinn sem þau gista í og svo fór pabbi með okkur upp í land og við "fórum inn í" bústaðinn. Sem er í rauninni bara steypuklumpur eins og er...en kannski ekki í þessum töluðu orðum þar sem átti að byrja að reisa húsið í dag held ég. Við fengum alla vega góðan bíltúr úr þessu og það er gaman að sjá svona grunnstig bústaðsins.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Ekki mjög víðförul

Ég hef heimsótt 13 lönd, eða 5% af heimnum :) Reyndar hef ég ekki verið í öllum Bandaríkjunum þannig að það er kannski ekki að marka þetta 100%



create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

Ég hef heimsótt 3 fylki í Bandaríkjunum og það er 5% af USA. Þetta eru bæ thö vei: California, Nevada og New York



create your own visited states map
or check out these Google Hacks.

Annars fór ég og hitti Hönnu Báru vinkonu mína á Café Paris í gær eftir vinnu. Fengum okkur að borða og smá kaffidreitil. Röltum svo í skítakuldanum upp í Skífu og kíktum svona á hvað var í boði. Ég fann mér 2 diska í 2 fyrir 2000 rekkanum. Keypti mér U2 - How To Dismantle An Atomic Bomb og Best of disk með AHA. Það er mjög langt síðan ég keypti mér geisladiska síðast. Þetta er yfirleitt Bigga deild, og ég hlusta bara á það sem hann kaupir sér. En mig vantaði einhverja góða diska til að hlusta á í bílnum.

Svo er bara frí á morgun, Uppstigningardagur, það þýðir líka að hún Íris mín er að koma. Jibbí, hlakka svo til að sjá litlu fjölskylduna.

adju

þriðjudagur, maí 23, 2006

Undirbúningurinn

Það er kannski sniðugt að leyfa ykkur að fylgjast með brúðkaupsundirbúningi hjá okkur. Það eina sem er búið að finna og panta er sniðið af kjólnum, og ég vona að ég fari nú að fá það í hendurnar fljótlega. Við mamma ætlum að reyna að sauma í sameiningu, ætlum að gera einn tilraunakjól fyrst...líka svona til að athuga hvort sniðið passi mér nógu vel og svona.

Presturinn sem ég vildi að gæfi okkur saman kemst ekki til Reykjavíkur þessa helgi, svekkjandi. Það er akkúrat 50 ára afmælishátíð kirkjunnar á Hvammstanga og það er svona skemmtilegra ef presturinn er á svæðinu...ehaggi? Þannig að nú erum við að spá í prestinn í Árbæjarkirkju (Þór heitir hann), Pálma Matt, eða bara annanhvorn prestinn í kirkjunni sem við munum gifta okkur í.

Þá erum við komin að kirkjunni. Við erum búin að skoða Hjallakirkju, en ég fékk það á tilfinninguna að Biggi væri ekkert úber heillaður, honum fannst áklæðið á stólunum ekki nógu fallegt. Ekki alveg það sem ég var að skoða, en báðir aðilar þurfa að sjálfsögðu að vera mjög sátt með kirkjuna. Mér fannst Hjallakirkja alveg tilvalin, hún er ekki löng þannig að allir gestir sitja rosalega nálægt...sem mér finnst rosalega góður kostur.

Við erum ekki búin að ákveða hvernig veislu við viljum hafa. Þetta er svo rosalega dýr pakki að það er eins gott að vera alveg 100% ánægður. Við vorum einmitt að tala um hvernig veislan ætti að vera í gærkvöldi og gátum ekki komist að niðurstöðu að svo stöddu, ræddum þetta fram og aftur langt fram eftir og þess vegna er ég mikið sybbin núna...geisp

Þannig er nú það og það er að miklu að huga, en það er líka svo gott að hugsa til þessa að það er ár í þetta svo maður hefur nægan tíma til að hugsa. Markmiðið er að vera búin að panta kirkju, prest og sal fyrir lok júní.

I will keep you posted!!

mánudagur, maí 22, 2006

Kemur þetta ykkur á óvart?

Seinast þegar ég tók svona Sex and the city próf var ég líkust Miröndu...maður breytist greinilega með aldrinum...

You Are Most Like Charlotte!
You are the ultimate romantic idealistYou've been hurt before, but that hasn't caused you to give up on love.If anything, your resolve to fall in love is stronger than ever.And it's this feminine optimism that men find most appealing about you.
Romantic prediction: That guy you are seeing (or crushing on)?
Could be very serious - if you play your cards right!

föstudagur, maí 12, 2006

Clean the garden day

Jæja ladys and germs, þá er bara komin helgi eina ferðina enn. Þessi vika var bæði fljót og lengi að líða. Fyrri hlutinn var lengi að líða en svo kom bara fimmtudagur og svo var bara strax kominn föstudagur. Ef ég þekki það rétt þá verður kominn mánudagur bara strax á morgun. Uss þessar helgar eru alltof fljótar að líða og týpískt að það verði síðan bara rigning og skítakuldi, er það ekki alltaf svoleiðis. Maður situr inni alla sólardagana fastur við skrifborðið og kemur svo frá sumrinu næpuhvítur.

Ég fæ nú að vera úti eftir vinnu, það er garðhreinsun í Hlíðarhjalla 57-61 og svo grill á eftir. Ég veit ekki ennþá hvort maður þarf að koma með sitt eigið kjet, vona ekki því ég á ekkert á grillið nema frosnar kjúklingabringur og ekki gengur nú að reyna að grilla það.

Við Biggi ætluðum að byrja vikuna á DDV-kúrnum, eða svona styðja okkur við hann. En við erum hreinlega of löt til að borða hollt. Reyndar erum við búin að vera frekar dugleg að elda þessa vikuna en ekkert sérstaklega hollt samt. Í gær var ég með kjúklingarétt, en sósan var reyndar rjómakjúklingasúpa frá Campell's. Í fyrradag vorum við með kjötbollur í brúnnisósu og kartöflumús með (kannski ekkert svo óhollt ef Biggi hefði ekki endilega vilja hafa beikon í þeim, hef aldrei fengið beikonkjötbollur áður, en hann er alveg viss um að þannig séu ekta frikadellur, veit ekki hvaðan hann hefur þær upplýsingar!!!) Vá langur svigi. Á miðvikudaginn vorum við með grjónagraut og brauð, alls ekki skv. DDV!! Og einhvern daginn fórum við á Hamborgarabúlluna, sem er reyndar orðinn uppáhaldsstaðurinn okkar núna og hefur verið í þó nokkurn tíma reyndar. Ég fæ mér reyndar alltaf bara barnaborgara og það er ekki svona feit majónessósa á honum, bara tómatsósa en franskarnar eru náttúrulega bara fita í gegn. Reyndar er þetta svona passlega mikið af frönskum...ekki heilt fjall eins og á American Style. En franskar eru alltaf franskar!!! Ummmm....franskar...hihi.

Nú styttist í að Óli og Mikael koma heim í smá frí, svo kemur Íris tæpri viku seinna og verður bara í einhverjar 2 vikur...búhú...ekki nærri nógu langur tími!!! En þau ætla að flytja heim í byrjun næsta árs, Írisi finnst 7 ár vera orðið alveg nógu langur tími og ég er hjartanlega sammála. Svo eru Unnur og Danni víst eitthvað að spá í að flytja heim þegar Unnur er búin með skólann og hún á bara eitt ár eftir. Þá verður kannski bara Kristrún mín eini útlendingurinn minn. Ég hlakka nú til þegar ég fer að heimsækja hana, held að Ungverjaland sé nú svolítið mikið öðruvísi en önnur lönd sem ég hef heimsótt, ef ég tel Marrokko ekki með. En það verður ekki alveg strax...kannski bara á þriðja árinu hennar.

Jæja ég er að spá í að fara að koma mér út í þetta blíðskapar veður.

Adju

fimmtudagur, maí 04, 2006

21. júlí 2007

Hvernig lýst ykkur á þessa dagsetningu? Þetta verður væntanlegur brúðkaupsdagur okkar :) Þá er bara að finna prest og kirkju sem fyrst. Alla vega heyri ég það á Ingu vinkonu að ég verði að vera mjög tímanlega í þessu þar sem sumarið er náttúrulega vinsælasti tíminn til að gifta sig. Látið mig endilega vita elsku útlendingarnir mínir hvort þið mynduð ekki alveg örugglega komast þennan dag í svaka brúðkaup ;)

Bara smá í þetta sinn