þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Haninn galaði kl. 6

Goggolo gúúúúú...og mín bara vaknaði. Ég hef ákveðið að kalla pissublöðruna hana núna því það var jú ástæðan fyrir að ég þurfti að dröslast fram úr kl. 6 í morgun. Hressandi!!! En svo eftir það þá gat ég ekki með neinu móti sofnað aftur. Á endanum gafst ég upp og fór fram í stofu með AB-mjólk í skál og horfði á einn Friends þátt.

Í dag er síðasti vinnudagurinn í bili og við tekur afslöppun og hvíld fyrir átökin og nýtt hlutverk. Ég bakaði marmaraköku í gær í tilefni dagsins og kom svo við í bakaríi og keypti eina súkkulaðiköku líka til að bjóða upp á í morgunkaffinu.

Annars var helgin rosalega ljúf. Við gerðum nákvæmlega ekki neitt. Bara alveg eins og það á að vera. Fengum okkur reyndar bíltúr upp í Mosfellsbæ á laugardaginn til að kíkja á Ingu og Ingó og fína húsið þeirra. Allt að smella saman þar og mjög gaman að hafa geta séð hvernig eitt stykki hús smellur saman. Þetta verður stórglæsilegt hjá skutuhjúunum.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Ekki nógu dugleg...

...að blogga ég veit það vel. En ég hef nú heldur ekkert mikið merkilegt að segja þessa dagana. Það snýst bara allt um að vera ólétt eitthvað. Héldum smá pizzapartý fyrir Hjördísi, Snæbjörn, Írisi og Óla um helgina. Heppnaðist mjög vel, en ég var reyndar ekki alveg nógu ánægð með pizzadeigið sem við keyptum hjá Hróa Hetti. Held að ég geri deigið bara sjálf næst.

Í síðustu viku héldum við aðeins upp á afmælið hennar Kristrúnar, það var reyndar 1. janúar en hún var að sjálfsögðu í miðjum prófalestri í Ungverjalandi þá. Ég, Hrönn og Steinunn sóttum hana um hádegi og bundum fyrir augun á henni og keyrðum með hana í nokkra hringi og svo í Bláa Lónið þar sem skvísan fékk nudd. Þetta heppnaðist súper vel og hún hafði ekki hugmynd um hvert við vorum að fara með hana. Svo elduðu Biggi og Haukur fyrir okkur fajitas, nammi namm. Snilldar dagur!!!

Núna er Kristrún farin út aftur á vit ævintýranna og læknavísindanna. En það er nú rosalega stutt í að sumarið kemur og þá kemur hún aftur. Æi maður er eiginlega orðinn of vanur því að fólk sé að koma svona og fara. En aldrei fer ég neitt ég er bara alltaf hér og mun vera það áfram. Ætli við reynum ekki að skella okkur einhvert út þegar Biggi tekur masterinn einhvern daginn. Maður verður nú að prófa að búa einhvern tíma í útlöndum.

Jæja ekki meira bull í bili...ég bloggaði alla vega :)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Veðmál??

Unnur systir vill koma af stað veðmáli um hvenær litli prins mun fæðast. Hana dreymdi nefnilega dagsetningu. Endilega setjið í komment hvenær þið haldið að krílið líti dagsins ljós :) Þið megið endilega veðja upp á peninga líka, en þá finnst mér að lilli eigi að fá ágóðann sama hvenær hann fæðist...hehehe...hverjir eru með??

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

VÁ!!

Ég held að það sé grautur í stað heila í hausnum á mér í dag. Vaknaði frekar skrítin eftir nóttina. Reyndar var ég nú örugglega meira milli svefns og vöku í alla nótt heldur en sofandi. Þvílík steypa sem mig var að dreyma og svo var mig alltaf að dreyma að mér væri illt í bakinu, reyndar var mér mjög illt í bakinu þegar ég fór að sofa. Ég um mig frá mér til mín...hey þetta er nú einu sinni bloggið mitt, vildi bara benda á hversu oft þetta orð hefur komið fyrir nú þegar ;)

Þarf að halda áfram að slá inn endalausum tölum...skrambans álagningarseðlar frá Garðabæ!!!!