þriðjudagur, júlí 11, 2006

Eplið mikla!!

Nú er mín bara búin að fjárfesta í fyrstu tölvunni sinni :) Jeij...Ég skellti mér í Apple búðina og setti mig á biðlista fyrir MacBook fartölvu. Svo var bara hringt í dag og sagt að komið væri að mér á listanum og núna sit mér með tölvuna í kjöltunni og blogga....jeijjjj...svo gaman. Hún er hvít og algjör stelputölva. Spurning hvað ég ætti að láta hana heita....einhverjar hugmyndir???

Annars fór ég í útilegu um helgina. Fórum á tjaldsvæði sem var aðeins fyrir utan Laugarvatn. Þetta var fjölskyldu útilegan í fjölskyldunni hans pabba. Það koma samt oft fleiri, t.d. eins og systir mömmu og yngri bróðir mömmu og fleiri svona tengdir frá öðrum systkynum pabba. Við Biggi keyrðum þangað í hádeginu á laugardaginn, en náðum þrátt fyrir það að komast með í jeppaferðina. Það sem átti að vera 2ja til 3ja tíma ferð varð rúmlega 7 tíma ferð...hvorki meira né minna. Maður fékk sko að hossast ansi mikið og við lentum í honum ansi kröppum á einum tímapunkti, en allt fór vel á endanum og þetta var nú bara mjög gaman.


Það var reyndar rosalega kalt um kvöldið þannig að fólk var nú ekki mikið að sitja úti og spjalla. Held að flesti hafi bara farið frekar snemma að sofa. En svo var bara rosalega fínt veður upp úr hádegi á sunnudeginum og ég fékk smá brúnku í framan.

föstudagur, júlí 07, 2006

Bömmer!!!!

Við Biggi ætluðum að ættleiða litla kisustelpu, en það er víst ekki hægt lengur :( Biggi fór í ofnæmispróf í gær og er líka með svona svaðalegt ofnæmi. Hann er líka með svolítið hundaofnæmi. Arrrggg...ég sem er svo mikil kisukerling :( Við vorum búin að finna litla sæta kisu og ég var farin að hugsa um nafn á hana og alles...ekki gat ég nú látið hana halda áfram að heita Pétur ;) En svona fór um sjóferð þá :S Bigga leist meira að segja rosalega vel á þessa kisu...fannst hún sæt og skemmtileg. Ojæja við fáum okkur þá bara gullfisk sem ég get nefnt Kisa. Það er a.m.k. eitthvað...ha er það ekki?

Uss mér finnst það nú vera smá veikleikamerki að vera með ofnæmi...segi ég sem er með ofnæmi fyrir snakki af öllu!!!

Annars er það bara Laugavatn á morgun og fram á sunnudag með familíunni. Það er hin árlega fjölskylduferð í minni fjölskyldu. Alltaf gaman að fara öll saman í útilegu. Vona bara að það mæti sem flestir :D

Svo eru Íris, Óli og Mikael að koma óvænt á þriðjudaginn í næstu viku og verða út sumarið...jeij...ég hoppaði næstum í loft upp þegar ég fékk þessar fréttir!!!! Þau ætluðu ekki að koma fyrr en í ágúst og Íris ætlaði meira að segja að koma 17. ágúst. Nú fer sko sumarið loksins að byrja ;)

Jæja ætla að halda áfram að væla yfir kisuleysinu...búhú :(

adju og mjá