sunnudagur, maí 27, 2007

Allt að gerast

Núna erum við búin að láta smíða hillur í fataskápinn svo við getum hafist handa við að græja fataskápinn hans Hrafns á morgun. Ekki seinna vænna þar sem drengurinn á orðið þvílíkt magn af fötum þar til hann verður tæplega 2ja ára :) Ekki slæmt það. Fórum í útskriftarveislu í dag til frænku hans Bigga. Hrafn fékk mjög mikla athygli því allir voru að sjá hann í fyrsta skipti. Fyndið þegar við förum í svona fjölskylduboð að þá liggur við að við sjáum hann ekkert allan tíman...hehe...ömmur og afar berjast um að fá að knúsa snúllan sinn og Vala Ósk tók nú líka sinn skerf af því. Við fengum þó að taka hann með okkur heim í lok veislunnar...hehe ;)

Í dag er nammidagur, þess vegna sitjum við inn í stofu með kassa af smá Draumum. Ekkert smá mikið magn í þessum blessaða kassa..fjewwww...ætla að hætta að gúffa þessu í mig núna því allt þetta súkkulaði getur ekki verið gott fyrir Hrafn, hann fær súkkulaðið náttúrulega endurunnið í gegnum mömmumjólkina sína :) Erum að horfa á Million Dollar Baby. Vorum búin að sjá hana á sínum tíma en ég var búin að steingleyma henni.

Næsta mál á dagskrá er að koma barnaherberginu í ásættanlegt stand og huga svo kannski að því hvort við getum endurraðað eitthvað í stofunni til að koma hlutunum betur fyrir. Þarf maður endalaust að vera að betrum bæta híbýli sín?? Við þurfum alla vega að betrum bæta eldhúsið því við misstum uppþvottavélina í vikunni. Inga María og Ingó eru að flytja núna um helgina og sóttu vélina sína úr pössun...búhúhú. Þannig að nú þarf að fara spara fyrir uppþvottavél því þaðer alveg ómögulegt að vera búinn að venjast vélinni og þurfa svo að eyða öllum sínum tíma í að vaska upp. Þetta er alla vega það heimilistæki sem ég tými að eyða pening í því það er bara lúxus að þurfa ekki að vera sífellt með hendur í bleyti ;)

Ég held ég sé bara komin í ruglið hérna og það sem ég babla meikar ekki mikinn sens. Er svona að skrifa þetta með hálfum huga því ég er jú að horfa á TV. Svo er það bara beint í rúmið þegar myndin er búin. Svaka djamm á okkur ;)

Auf Wiedersehen

mánudagur, maí 21, 2007

Snjor og el!!!

Hver pantar eiginlega skítakuldag og snjó og él í maí???? Það var að minnsta kosti EKKI ég!! Átti ekki til orð þegar ég kom fram með Hrafn í morgun og sá bara jólasnjósflögur svífa til jarðar. Það er í Ástralíu þar sem jólin eru að sumri til en ekki á Íslandi...hellúúúú. Ætli Hrafn fari ekki í fyrsta sinn á ævi sinni í kuldagalla á eftir, en ég er að pína hann til að sofa fyrri lúrinn inni því það er oft eins og nebbinn hans stíflist aðeins þegar hann sefur úti og því kaldara því meiri stífla. Svolítið erfitt þegar barnið manns er þvílíkt duddusjúkur þegar það á að fara að sofa, þá verður sko að vera hægt að anda með nebbanum litla.

Annars er ekkert á planinu í dag annað en að taka ef til vill upp heklunálina. Þyrfti að þrífa kannski, en er ekki alveg að nenna. Usss...druslan þín Jórunn!!!

laugardagur, maí 19, 2007

All righty then!!!

Ég skal blogga aðeins þó ég sé mamma.

Það er s.s. á döfinni þessa dagana að breyta skipulagi fataskápanna. Mikið óskaplega væri það auðvelt ef skáparnir væru af staðlaðri stærð!!! En nei nei ekkert svoleiðis á þessum bæ!! Í svefnherberginu er s.s. bara einn skápur með hillum og skúffum þannig að fötin hans Bigga hafa verið í kommóðu. Svo er einn tvöfaldur með slá og svo einn mjór með slá. Þessi mjói safnar bara drasli inn í sig svo okkur langar að setja hillur og skúffur í hann. Svo er í barnaherberginu tvöfaldur skápur með slá og mjór með hillum og skúffum. Okkur finndist nú nóg að vera með mjóa með slá því þetta er jú í barnaherbergi og ekki mikið af fötum sem þurfa að hanga þar. Þannig að við ætlum að setja hillur í stærri skápinn og setja hillurnar úr mjóa inn í svefnherbergisskáp. En nú er ekki hægt að kaupa sér hillur á auðveldan máta í tvöfalda skápinn og því þarf að sér sníða í hann. Var búin að sjá fyrir mér að þetta ætti að vera svo ótrúlega einfalt og fljótgert en reyndin verður sennilega önnur. Ojæja og seisei já.

Þetta getur flokkast sem leiðinlegasta blogg sem ég hef á ævi minni skrifað!!! Ykkur er nær að biðja um blogg...hehe.

Annars bara allt við það sama hér á þessum bæ. Biggi búinn með fæðingarorlofið í bili og við Hrafn bara að dúlla okkur heima og að heiman. Maður er strax búinn að fá smá lit í framan og komin með einkennilega brúnku á handarbökin sem einkennist af því að brúnkan nær bara yfir hálft handarbak ;) Svona "úti að labba með vagninn" brúnka :) Jæja núna verð ég að hætta og fara maka á mig handáburða á brúnu hendurnar mínar sem eru að skrælna sökum tíðra handþvotta. Svona er að vera mamma.