laugardagur, maí 19, 2007

All righty then!!!

Ég skal blogga aðeins þó ég sé mamma.

Það er s.s. á döfinni þessa dagana að breyta skipulagi fataskápanna. Mikið óskaplega væri það auðvelt ef skáparnir væru af staðlaðri stærð!!! En nei nei ekkert svoleiðis á þessum bæ!! Í svefnherberginu er s.s. bara einn skápur með hillum og skúffum þannig að fötin hans Bigga hafa verið í kommóðu. Svo er einn tvöfaldur með slá og svo einn mjór með slá. Þessi mjói safnar bara drasli inn í sig svo okkur langar að setja hillur og skúffur í hann. Svo er í barnaherberginu tvöfaldur skápur með slá og mjór með hillum og skúffum. Okkur finndist nú nóg að vera með mjóa með slá því þetta er jú í barnaherbergi og ekki mikið af fötum sem þurfa að hanga þar. Þannig að við ætlum að setja hillur í stærri skápinn og setja hillurnar úr mjóa inn í svefnherbergisskáp. En nú er ekki hægt að kaupa sér hillur á auðveldan máta í tvöfalda skápinn og því þarf að sér sníða í hann. Var búin að sjá fyrir mér að þetta ætti að vera svo ótrúlega einfalt og fljótgert en reyndin verður sennilega önnur. Ojæja og seisei já.

Þetta getur flokkast sem leiðinlegasta blogg sem ég hef á ævi minni skrifað!!! Ykkur er nær að biðja um blogg...hehe.

Annars bara allt við það sama hér á þessum bæ. Biggi búinn með fæðingarorlofið í bili og við Hrafn bara að dúlla okkur heima og að heiman. Maður er strax búinn að fá smá lit í framan og komin með einkennilega brúnku á handarbökin sem einkennist af því að brúnkan nær bara yfir hálft handarbak ;) Svona "úti að labba með vagninn" brúnka :) Jæja núna verð ég að hætta og fara maka á mig handáburða á brúnu hendurnar mínar sem eru að skrælna sökum tíðra handþvotta. Svona er að vera mamma.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú fljót viðbrögð :)

Það er alltaf gaman að breyta til og þið reddið nú þessum fataskápum! :)


Knúsknús,
Kristrún