þriðjudagur, júlí 07, 2009

Verkefnaskipti...aftur!!

Já ég er búin að skipta um verkefni á prjónunum aftur!! Lopapeysan sem ég er að prjóna á guttann er bara allt of lítil og fast prjóna hjá mér og uuuurrrrgggg...er svo pirruð yfir því að allt sem ég geri núna mislukkast. Hef misst prjóna mojo-ið mitt og ég græt það.

Er að prjóna ungbarnapeysu úr merino ullinni sem ég keypti í NY. Fann kremað garn inn í skáp hjá mér sem passaði fínt við og nú prjóna ég röndótta peysu á lítið kríli sem á að fæðast í ársbyrjun 2010. Vona innilega að þessi peysa heppnist í alla staði. Annars er ég hættessu!!

Ein fúl á móti!!