miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Þú verður ferlega stór!!!

Þessa setningu er ég búin að heyra oftar en einu sinni á meðgöngunni og ég á 3 og hálfan mánuð eftir!! Það eru reyndar bara tvær manneskjur búnar að segja þetta við mig en þær hafa sagt þetta oftar en einu sinni hvor um sig. Og hvaða máli skiptir það þær hvort ég verð stór eða ekki????? Þær eru alveg að gleyma að taka það inn í reikninginn að ég er nú ekki einu sinni 160 cm á hæð og þær slaga báðar hátt í tvo metra, kannski ekki alveg. Þetta eru konurnar á símanum hérna í vinnunni og þær virðast hafa rosalega áhyggjur af því að ég springi bara. Það hlýtur að vera kommon sense að álykta að ekki sé jafn mikið pláss í mínum líkama fyrir barn og hjá manneskju sem er amk 10-15 cm stærri en ég. Ég er bara akkúrat í kúrfunni hvað legbotninn varðar svo ég er ekkert með stærra barn en aðrar konur sem eru komnar jafn langt og ég. Við prinsinn höldum okkur bara í meðaltalinu og höfum ekkert þyngst fram úr hófi heldur. Ferlega pirrandi að fólki finnist bara allt í lagi að segja það sem því finnst við mann bara af því að maður er óléttur. Er ég einhver almenningseign af því að ég er ólétt??? Er maginn minn ekki mitt friðhelgi??? Finndist fólki eðlilegt að ég myndi ganga upp að kunningjakonu minni og grípa um brjóstin og spyrja hvað sé langt síðan hún lét laga á sér brjóstin?? Eða ef ég myndi segja við konurnar á símanum frammi: ferlega verður þú ófríð og krumpuð gömul kona!!!!

Ég er ekkert pirruð, neinei, híhí.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Jæja jæja

Þá er kominn tími á nýtt blogg.

Svakaleg bökunarhelgi á enda og útlandahelgi framundan. Það er alltaf nóg að gera!! Ákvað að drífa í smákökubakstrinum og vera búin að því áður en við færum út til Köben. Það heppnaðist svona vel og ég er bara búin að baka allt. Fjórar tegundir, hafrakexið og skinkuhorn. Var reyndar líka alveg búin á því á sunnudagskvöld, en fékk fótanudd hjá Bigga ofurnuddara.

Þessi vika fer bara í rólegheit, undirbúining fyrir Danmerkurferðina. Förum á föstudagsmorgun og komum aftur sunnudagskvöld. Við ætlum að reyna að fjárfesta í vagni þarna úti. Búin að finna búð í Valby sem selur vagninn sem mig langar að kaupa. Á bara eftir að fá svar frá þeim hvort þeir eigi vagninn á lager. Vona að þeir svari mér áður en við förum út. Annars er bara að gera sér ferð í búðina og tékka á þessu.

Já vikan átti að fara í bara rólegheit en ég var svo aktív eftir vinnu í gær að ég skellti mér í Blómaval. Keypti smá dóterí til að gera aðventukrans og er búin að útbúa kransinn og hann stendur tilbúinn á borðstofuborðinu og bíður eftir fyrsta í aðventu. Svo erum við búin að setja eina ljósastjörnu í stofugluggann og ég (eða Biggi reyndar) er búin að setja litlar sætar jólakúlur í eldhúsgluggan. Svo jólin eru svona að skríða hérna inn hægt og bítandi. Ákvað að geyma það að kveikja á jólalyktarkertinu mínu þar til við komum heim frá Köben því þá verður líka kominn desember og þá má vera meira jóló.

Jæja nóg af mér í bili, ætla að koma mér í rúmið núna

Jórunn jólahjól

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Nýtt hreiður

Ekki það að ég sé að flytja milli íbúða, heldur vorum við að kaupa okkur nýtt rúm. Loksins!!! Erum bara búin að vera að hugsa það í ár. Fórum meira að segja og skoðuðum rúm í janúar. Maður er alltaf svo seinn að öllu. Alla vega...þá keyptum við okkur svona Tempur heilsudýnu í Betra Bak og ég hlakka svo til að fara sofa í kvöld. Rúmið er svona heldur stærra en gamla rúmið okkar, eða 160 cm á breidd. Ætli ég eigi ekki bara eftir að sakna Bigga!! Munar nú alveg 25 cm á nýja og gamla, þvílíkur lúxus!! Ég kem kannski með fréttir á morgun hvernig fyrsta nóttin gekk ;)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Smá svona

Þreytta ólétta konan ætlar að reyna að blogga eitthvað en er bara svo þreytt að henni dettur ekkert sniðugt í hug, hmmmmm....

Styttist óðum í Köben ferð á julefrukost í Tivoli-inu. Akkúrat sömu helgi á að vera eitthvað húllumhæ hérna í vinnunni hjá mér. Hversu týpískt er að þetta hittist á sömu helgi!! Það verður ferlega notalegt að komast til Köben með honum Bigga mínum, og ekki skemmir fyrir að Fuglar verða með í för og maður getur kynnst fullt af nýju fólki.

Annars erum við að spökúlera í að flýja borg óttans um helgina, og þar með partýin á efri hæðinni..hehe. Ferðinni yrði þá heitið norður á Akureyri. Helgi er alveg æstur í að fá Bigga á bretti og að öllum líkindum á að fara opna í Hlíðarfjalli. Ég er nú ekki svo viss um að ég muni taka skíðin mín með en mig langar ferlega mikið að geta rennt mér nokkrar salíbunur. Það á nú að vera allt í lagi að fara á skíði óléttur, en mig langar bara alls ekki að detta eða svoleiðis því ég er orðin aðeins þyngri á mér og ekki alveg eins snar í snúningum og áður. En ég hlýt að geta fundið mér eitthvað til dundurs á Akureyri. Ég á nú frændfólk þar sem ég hef ekki séð mjög lengi og svo á ég eina vinkonu úr Hússtjórnarskólanum sem ég hef ekki séð í yfir 3 ár og hún á nú orðið tvo sæta stráka. Svo verða Hrönn og Kristinn Ari fyrir norðan í heimsókn líka. Svo ekki hafa áhyggjur af því að mér leiðist. Nú ef enginn vill síðan hitta mig þá er ég með eitthvað á prjónunum ;) í orðsins fyllst merkingu.

Ætli það sé nokkuð annað í fréttum að þessu sinni, jú jólaskapið er aðeins farið að læðast að mér, í fyrra fallinu þetta árið. Ætli það sé ekki bara af því að þegar jólin verða komin þá eru ekki nema rúmar 10 vikur í krílið mitt :D Mig langar bara að fara baka smákökur og setja smá ljós í glugga og hlusta á jólalög. Ætlaði að baka og hlusta á jólalög um helgina en það kemur helgi eftir þessa helgi.

Jæja, búin!!

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Partý hartý

Já það er greinilegt að það flutti partýfólk í íbúðina fyrir ofan okkur :( Það væri nú í lagi ef þau gætu drullast til að ganga hljóðlega um sameignina og ekki talað svona bilað hátt þegar þau eru fyrir utan húsið. Eins og þeir vita sem komið hafa heim til mín þá er inngangurinn á sömu hlið og allir svefnherbergisgluggar eru, þannig að ég er farin að vakna ansi oft upp snemma á laugardags og sunnudagsmorgnum við að fólkið er að koma heim af djamminu. Oftar en ekki er einhver með þeim og þá er bara "JÁ VIÐ PÖNTUM OKKUR BARA PIZZU!!" sagt með fyllerís háværri rödd. Eða að þau eru að tala í símann og ekki lágt. Skemmtilega, skemmtilega fólk sem fer alltaf seint að sofa og gengur um eins og heil fílahjörð. En svona er að búa í fjölbýli og núna langar mig ekkert meira en að flytja í tvíbýli eða bara hreinlega einbýli!!! Spurning um að vera leiðinlegi gaurinn og hringja og kvarta í leigusalann þeirra ef þetta heldur áfram að vera svona helgi eftir helgi.

Annars vorum við partýfólk á laugardaginn, en ekki heima hjá okkur, Egill og Edda buðu í hrekkjavökupartý. Egill bauð okkur í mat áður og eldaði dýrindis mat úr nýju dýru pottunum sínum. Mjög gott hjá karlinum :) Allir voru í búningum um kvöldið og við Biggi ákváðum að fara sem hvort annað og það var nú ágætis lífsreynsla. Naut þess að horfa á Bigga leika ólétta konu...hehe...eins og hann hafi aldrei gert neitt annað!!! En við erum klárlega orðin slappa fólkið því við vorum bara orðin þreytt og farin heim um miðnætti...geysp. Ég var reyndar búin að vera í búðarrápi með mömmu allan daginn svo það var nú kannski ekki svo skrítið að ég væri aðeins farin að geyspa.

Vinnuálagið á Bigga mínum er ekkert að minnka og bara búið að aukast ef eitthvað er. Hann vinnur til rúmlega tíu á kvöldin. Hressandi!!! En þetta fer vonandi að verða búið og við erum að vonast til að geta eytt sunnudeginum eitthvað saman. Varla búin að hittast í örugglega meira ein rúma viku :S Vona að það verði nú ekki mikið um svona rosalegar vinnutarnir eftir að krílið kemur í heiminn! Ég segi nú bara "shake your moneymaker" og hristi Bigga smá til.