þriðjudagur, júlí 11, 2006

Eplið mikla!!

Nú er mín bara búin að fjárfesta í fyrstu tölvunni sinni :) Jeij...Ég skellti mér í Apple búðina og setti mig á biðlista fyrir MacBook fartölvu. Svo var bara hringt í dag og sagt að komið væri að mér á listanum og núna sit mér með tölvuna í kjöltunni og blogga....jeijjjj...svo gaman. Hún er hvít og algjör stelputölva. Spurning hvað ég ætti að láta hana heita....einhverjar hugmyndir???

Annars fór ég í útilegu um helgina. Fórum á tjaldsvæði sem var aðeins fyrir utan Laugarvatn. Þetta var fjölskyldu útilegan í fjölskyldunni hans pabba. Það koma samt oft fleiri, t.d. eins og systir mömmu og yngri bróðir mömmu og fleiri svona tengdir frá öðrum systkynum pabba. Við Biggi keyrðum þangað í hádeginu á laugardaginn, en náðum þrátt fyrir það að komast með í jeppaferðina. Það sem átti að vera 2ja til 3ja tíma ferð varð rúmlega 7 tíma ferð...hvorki meira né minna. Maður fékk sko að hossast ansi mikið og við lentum í honum ansi kröppum á einum tímapunkti, en allt fór vel á endanum og þetta var nú bara mjög gaman.


Það var reyndar rosalega kalt um kvöldið þannig að fólk var nú ekki mikið að sitja úti og spjalla. Held að flesti hafi bara farið frekar snemma að sofa. En svo var bara rosalega fínt veður upp úr hádegi á sunnudeginum og ég fékk smá brúnku í framan.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Minn stóð sig nú vel :-) í torfærunum.
Til hamingju með Eplið þitt, finnur þú ekki bara flott kisunafn á tölvuna???? Ég sting uppá Snúlla :-Þ

Jórunn S. Gröndal sagði...

haha....tölvan Snúlla...það er fyndið. Já ykkar bíll stóð sig rosalega vel...enda er myndin af honum bara til að sýna hvernig á að gera þetta almennilega ;) Ætli það hafi ekki bara verið pabbi og Kjartan sem skröpuðu grjótið pínu ;)

Nafnlaus sagði...

Má ég spyrja hvað það leið langur tími frá því þú pantaðir þangað til þú fékkst tölvuna?

Jórunn S. Gröndal sagði...

Ef þú segir mér hver þú ert þá skal ég segja þér hvað langur tími leið...hehehe ;)

Nafnlaus sagði...

Hehe ekkert mál, ég heiti Anna Berglind og þú þekkir mig ekkert og ég ekki þig, væflaðist bara hingað inn, er nefnilega að hugsa um að kaupa mér Macbook :)

Jórunn S. Gröndal sagði...

Maður er stundum forvitinn að sjá hverjir rekast inn á bloggið ;) En alla vega þá pantaði ég mér tölvuna 1. júlí og var þá nr. 30 á biðlista. Þá áttu þeir eftir að hringja út 1 sendingu og svo var ein væntanleg á þriðjudeginum 4. júlí. Svo fékk ég tölvuna 11. júlí. En þetta er alveg æðisleg tölva og myndavélin er algjör snilld á henni...erum búin að gráta úr hlátri ég hélt ég myndi drepa mömmu úr hlátri...hehehe...Snilldin ein!!!

Nafnlaus sagði...

Ætli það sé hægt að deyja úr hlátri, ég meina í alvöru DEYJA??? Það er ekki slæmur dauðdagi :-)

Nafnlaus sagði...

Jæja...komdu nú með smá fréttapistil :) segðu spenntum lesendum frá skólanum og kópavogslífinu....

knús frá ungó!

Kristrún

Nafnlaus sagði...

Fyrst að þú ert nú komin með apple tölvu þá verðurðu að vera active við að blogga, eins og sönnum fartölvueiganda sæmir;)