þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Afsbakið...

...leidís og germs

Mikil bloggleti búin að vera í gangi. Ekki mikið merkilegt búið að vera að gerast að undaförnu. Hef ekki tíma til að anda því ég er alltaf annað hvort í vinnunni eða skólanum og þar hafið þið það. Hehehe...kannski ekki alveg, fórum reyndar í frí frá 31. júlí til 4. ágúst...vúhú heil vika!!!! Fór mikið í afslappelsi, tvær nætur upp í bústað hjá mömmu og pabba, reyndum að gera eitthvað smá gagn og ég held að það hafi barasta tekist.

Annars er margt á döfinni. Erum að fara í brúðkaup á laugardaginn. Nú er komið að þessu hjá Ingu Maríu og Ingó. Hlakka mikið til. Það var alla vega mjög gaman að gæsa frúna og verður örugglega stuð í brúðkaupinu líka :) Svo á að skella sér til Köben í byrjun október. Pabbi litli á stórafmæli, sextugur karlinn, og hann og mamma eru bara að bjóða okkur öllum til Köben. Ætlum voða fínt út að borða til Malmö og njóta þess að vera öll saman, gaman saman. Hlakka mikið til. Svo eigum við nú miða á tónleika einhvern tíma í september á Nick Cave. Og svo er örugglega líka eitthvað annað að fara að gerast. Jújú ekki má gleyma elsku Hrönn og Haukur verða þriggja manna fjölskylda seinnipartinn í september ef litli labbakúturinn getur hægt á sér. Er eitthvað að reyna að hóta að koma fyrr anginn litli. Svo verður líka spennó að sjá hvort þetta er stelpa eða strákur, skv. fótafiminni þá held ég að þetta sé strákur en að öðru leiti grunar mig að þetta sé stelpa. Ég hef s.s. ekki hugmynd um það!!! ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að fá smá fréttir af ykkur Kópavogsbúum. Greinilega nóg að gera framundan hjá ykkur :-)

Nafnlaus sagði...

hehe... já það eru 50% líkur á að þetta sé stelpa og 50% líkur á að þetta sé strákur.... hmmmmmm...... ég veit ekki heldur..... Svo er nú alveg típíst að það láti bíða eftir sér eftir allt saman! En ég held samt ekki.... vona bara að það komi eftir svona 2 vikur:)