mánudagur, september 04, 2006

Og það var...

...STRÁKUR!!! Já Hrönn mín er búin að eiga lítinn strák rúmum þremur vikum fyrir tímann. Hann var greinilega ekkert að grínast með að honum lægi á í heiminn. Hann var nú samt engin písl miðað við að hann kom svona aðeins fyrr. Held að ég hafi reiknað rétt út úr grömmunum að hann sé 12 og hálf mörk. Glæsilegt það! Sama dag var ég í brúðkaupinu hjá Ingu Maríu og Ingó. Sem var bæ thö vei ekkert smá glæsilegt. Allir svo glaðir og sælir og ljómuðu alveg hreint. Fólkið var pínulítið stressað í kirkjunni en geisluðu alveg hreint af hamingju og ást til hvors annars.

Innilega til hamingju Inga María og Ingó með þennan flotta dag :)

Innilega til hamingju Hrönn og Haukur með yndislega prinsinn ykkar, sem ég hlakka ekkert smá til að sjá ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir:)