mánudagur, september 25, 2006

ZZZZZZZZZZ

Hvað er málið með að líkaminn vilji ekki sofa á næturnar?? Eða þetta var kannski frekar bara heilinn sem var ofvirkur í nótt. I need the sleep and lots of it!!! Vaknaði um miðja nótt upp frá draumi. Dreymdi að við vorum að gifta okkur og það var svo mikið vesen út af barninu. Þá gat ég náttúrulega ekki hætt að hugsa um það að það verður kannski vesen, kannski þarf barnið að drekka akkúrat þegar við eigum að setja upp hringana, eða verður brjálað og grenjar út athöfnina. Maður er sko ekki í lagi þessa dagana. Þetta er seinna tíma vandamál Jórunn og fyrsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu að finna prest til að gefa okkur saman!!! Presturinn sem við vildum verður í fríi akkúrat í júlí svo við þurfum að leita á önnur mið. Við erum jú búin að panta Kópavogskirkju fyrir athöfnina. Þannig að þá erum við komin með sal og kirkju svo er bara að halda áfram að vera duglegur. Ef þið vitið um einhverja æðislega presta megið þið endilega láta okkur vita. Má ekki vera of væminn og dramatískur prestur takk :)

Ég er of þreytt til að finna upp á einhverju fleiru sniðugu til að segja í bili. Gæti vel sofnað fram á borðið mitt og nenni ekki með neinu móti að standa upp til að ná í möppu sem ég þarf að kíkja í!!!

5 ummæli:

steinunn sagði...

presturinn minn fyrir norðan er rosa skemmtilegur...hann heitir hannes örn blandon...mjög fyndinn kall:) en spurning hvort þið viljið fá prest að norðan...
hmmm þekki enga hérna í borginni...

Kristrún sagði...

ohh ég kannast við að dreyma svo mikið á nóttunni að ég vakna ööömurlega þreytt og ekki úthvíld. Það er fáránlegt!!

Hmm ég þekki heldur enga presta, því miður...einn frábær uppí grafarvogi, afar orðheppinn og skemmtilegur sem gaf frænku mína og manninn hennar saman fyrir nokkrum árum síðan, get fundið nafnið ef þú vilt....

Það verður gaman þetta barn/brúðkaups stúss hihi nóg að gera hjá ykkur!!

knús,
strúna

Jóhanna sagði...

Það verður allt í lagi með krílið, þú verður búin að koma lagi á brjóstagjöfina þegar brúðkaupið dettur inn :-) Nú ef eitthvað kemur uppá þá verða nógir til að stinga uppí það snuddunni(allar ömmurnar og ég) Den tid, den sorg!!!!!!!!!! Elsku Jórunn, njóttu meðgöngunnar og ef þú ert þreytt þá ertu þreytt, það er ekki flókið :-)

Fanney húsó sagði...

Um að gera að spyrja á barnaland.is, þær voru með einhverja umræðu um daginn um skemmtilega presta...

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan mín ég trúi ekki að ég sé að missa af öllu fjörinu, mig langar svo að vera heima og fylgjast með bumbunni og öllu sem er að gerast :o) Ég hef alltaf haldið upp á Pálma Matt hann skírði Mikael og hann gifti Siggu og Pippa þannig þú getur spurt hana hvernig hún fílaði hann. heyrumst fljótlega sæta endilega sendu mér myndir flótt :D kveðja frá öllum hér í Brooklyn :)