þriðjudagur, febrúar 06, 2007

VÁ!!

Ég held að það sé grautur í stað heila í hausnum á mér í dag. Vaknaði frekar skrítin eftir nóttina. Reyndar var ég nú örugglega meira milli svefns og vöku í alla nótt heldur en sofandi. Þvílík steypa sem mig var að dreyma og svo var mig alltaf að dreyma að mér væri illt í bakinu, reyndar var mér mjög illt í bakinu þegar ég fór að sofa. Ég um mig frá mér til mín...hey þetta er nú einu sinni bloggið mitt, vildi bara benda á hversu oft þetta orð hefur komið fyrir nú þegar ;)

Þarf að halda áfram að slá inn endalausum tölum...skrambans álagningarseðlar frá Garðabæ!!!!

3 ummæli:

Fanney sagði...

ég vildi nú að ég hefði svona mikið að gera í minni vinnu. Hlakka til sumarsins, þá er mesti álagstíminn hjá okkur:)

Kristrún sagði...

Já það er töluvert betra að hafa mikið að gera heldur en lítið að gera :)

Reyndar er nú slítandi ef það er alltaf brjálað að gera hjá manni hihi :o)

Já þessi blogg eru nú svona eins og dagbækur manns....maður skrifar nú bara það sem manni sýnist !! Það geri ég alla vega hihihi :)

Knúsknús,
Strúna bumbuklappari

Unnur sagði...

Hæ Jóla. Mig dreymdi í nótt að þú fæddir 17.mars. Það er spurning hvort maður ætti að fara að koma veðmálum í gang.