miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Ekki nógu dugleg...

...að blogga ég veit það vel. En ég hef nú heldur ekkert mikið merkilegt að segja þessa dagana. Það snýst bara allt um að vera ólétt eitthvað. Héldum smá pizzapartý fyrir Hjördísi, Snæbjörn, Írisi og Óla um helgina. Heppnaðist mjög vel, en ég var reyndar ekki alveg nógu ánægð með pizzadeigið sem við keyptum hjá Hróa Hetti. Held að ég geri deigið bara sjálf næst.

Í síðustu viku héldum við aðeins upp á afmælið hennar Kristrúnar, það var reyndar 1. janúar en hún var að sjálfsögðu í miðjum prófalestri í Ungverjalandi þá. Ég, Hrönn og Steinunn sóttum hana um hádegi og bundum fyrir augun á henni og keyrðum með hana í nokkra hringi og svo í Bláa Lónið þar sem skvísan fékk nudd. Þetta heppnaðist súper vel og hún hafði ekki hugmynd um hvert við vorum að fara með hana. Svo elduðu Biggi og Haukur fyrir okkur fajitas, nammi namm. Snilldar dagur!!!

Núna er Kristrún farin út aftur á vit ævintýranna og læknavísindanna. En það er nú rosalega stutt í að sumarið kemur og þá kemur hún aftur. Æi maður er eiginlega orðinn of vanur því að fólk sé að koma svona og fara. En aldrei fer ég neitt ég er bara alltaf hér og mun vera það áfram. Ætli við reynum ekki að skella okkur einhvert út þegar Biggi tekur masterinn einhvern daginn. Maður verður nú að prófa að búa einhvern tíma í útlöndum.

Jæja ekki meira bull í bili...ég bloggaði alla vega :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúleg

Unknown sagði...

Víííí ég á örugglega aldrei eftir að gleyma þessum degi, það er gott að eiga afmæli í febrúar... ;)
Þetta var algjör snilld og mér fannst ég svo special :D

Já, tíminn líður hratt og næst þegar ég kem heim verður komið nýtt barn í 3ja sinn...þetta er rosalegt! Fyrst Þórunn systir, svo Hrönn og næst þú :o) Ég fer að bíða eftir fleiri óléttu tilkynningum...

Ferðalagið gekk bara vel en ég var mjög þreytt þegar ég kom heim og svaf til hádegis í dag haha....ætlaði að mæta snemma í skólann en það var bara slökkt á mér....púff!

Fylgist spennt með blogginu og bumbusíðunni, nú styttist heldur betur í stóra daginn... :D

Knús og kossar,
Kristrún "frænka" ;)

Nafnlaus sagði...

Vei vei alltaf gaman að lesa blogg!!!

Nafnlaus sagði...

Já það vantar einhverja óléttínu í Húsó sem fyrst... svona svo að keðjan haldist:)

Nafnlaus sagði...

Ég fer aldrei neitt frá þér Jórunn mín. You're stuck with me!!
Gaman að fá þig í heimsókn í sveitina um helgina :)