þriðjudagur, maí 23, 2006

Undirbúningurinn

Það er kannski sniðugt að leyfa ykkur að fylgjast með brúðkaupsundirbúningi hjá okkur. Það eina sem er búið að finna og panta er sniðið af kjólnum, og ég vona að ég fari nú að fá það í hendurnar fljótlega. Við mamma ætlum að reyna að sauma í sameiningu, ætlum að gera einn tilraunakjól fyrst...líka svona til að athuga hvort sniðið passi mér nógu vel og svona.

Presturinn sem ég vildi að gæfi okkur saman kemst ekki til Reykjavíkur þessa helgi, svekkjandi. Það er akkúrat 50 ára afmælishátíð kirkjunnar á Hvammstanga og það er svona skemmtilegra ef presturinn er á svæðinu...ehaggi? Þannig að nú erum við að spá í prestinn í Árbæjarkirkju (Þór heitir hann), Pálma Matt, eða bara annanhvorn prestinn í kirkjunni sem við munum gifta okkur í.

Þá erum við komin að kirkjunni. Við erum búin að skoða Hjallakirkju, en ég fékk það á tilfinninguna að Biggi væri ekkert úber heillaður, honum fannst áklæðið á stólunum ekki nógu fallegt. Ekki alveg það sem ég var að skoða, en báðir aðilar þurfa að sjálfsögðu að vera mjög sátt með kirkjuna. Mér fannst Hjallakirkja alveg tilvalin, hún er ekki löng þannig að allir gestir sitja rosalega nálægt...sem mér finnst rosalega góður kostur.

Við erum ekki búin að ákveða hvernig veislu við viljum hafa. Þetta er svo rosalega dýr pakki að það er eins gott að vera alveg 100% ánægður. Við vorum einmitt að tala um hvernig veislan ætti að vera í gærkvöldi og gátum ekki komist að niðurstöðu að svo stöddu, ræddum þetta fram og aftur langt fram eftir og þess vegna er ég mikið sybbin núna...geisp

Þannig er nú það og það er að miklu að huga, en það er líka svo gott að hugsa til þessa að það er ár í þetta svo maður hefur nægan tíma til að hugsa. Markmiðið er að vera búin að panta kirkju, prest og sal fyrir lok júní.

I will keep you posted!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úhhh en spennandi að lesa um undirbúininginn hjá ykkur, þetta virðist allt vera svo spennó og rómó.
Kveðja Solveig húsógella og bumbukrílið;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með brullupið... alltaf frétti ég allt síðust í þessari fjölskyldu... en ég veit þá hvaðan ég hef þetta - að kjafta aldrei af mér hehe!

En verð nú að fara segja Kjartani þetta.. að Jórunn litla frænka sé að fara gifta sig á undan mér.. er reyndar alveg orðin vön... þar sem dætur bróðir Kjartans eru farnar að gita sig!!

Kveðja Tinna Ösp, Kjartan og Viktor Blær

p.s. við erum aaaalltaf á leiðinni í heimsókn eeeeen það er bara svo hrikalega langt að komast til ykkar...