sunnudagur, júní 03, 2007

Bruðhlaup

Við fórum í brúðkaup í gær. Ofsalega flott og brúðhjónin voru ekkert smá fín og sæt. Þetta var s.s. Edda vinkona okkar úr Árbænum og hennar ektamaður (frá og með gærdeginum) sem voru að láta pússa sig saman. Veislan var bara stuð og meira stuð. Svona alveg eins og maður vill hafa það. Ég reyndi að taka niður nokkra punkta fyrir næsta sumar. Svo erum við líka að fara í brúðkaup eftir tvær vikur svo maður verður bara með þetta allt á hreinu ;)

Hrafninn minn fór í fyrstu pössunina sína og gekk það með endemum vel. Ekkert smá stolt af lillanum mínum

Engin ummæli: