fimmtudagur, janúar 25, 2007

Hámark 5 tímar í svefn!!!!!

Já þið gátuð rétt, það voru déskotans nágrannarnir eina ferðina enn!!! Og mér sem hafði tekist áætlunarverk mitt, þ.e. að sofna fyrir miðnætti. Maður var bara vakinn fimm í tólf og þá var skvísan sko bara vöknuð og ekki séns að sofna aftur. FÁIÐ YKKUR NÝTT RÚM!!!! Við hefðum kannski átt að gefa henni gamla rúmið okkar, heyrðist ekki múkk í því!!! Hvað er svo málið með að fara að færa til húsgögn um hálf eitt???? Ég ekki skilja svona!!!

Ekki nóg með það því þá vaknaði ég líka við ofurháværu baðviftuna hjá þeim kl. 6:20 í morgun. Það er aldeilis að þau þurfa aldrei að sofa þetta pakk!!!!! Já núna eru þau komin með pakk-stimpil á sig í mínum bókum kæra fólk. Ef þið viljið forðast þann stimpil frá mér þá er málið einfalt...EKKI VEKJA MIG OG HALDA FYRIR MÉR VÖKU!!!!!! Hvað getum við gert?? Allar ábendingar vel þegnar!!!!!!

Þessi færsla var í boði upphrópunnarmerkja, takk fyrir!!!!!!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Jórunn, þú átt alla mina samúð !!! Ég myndi byrja á því að hafa samand við Húseigendafélagið að kanna þinn (ykkar)rétt. Mér skilst að þetta ,,pakk" sé leigendur íbúðarinnar og þá á sá sem á íbúðina að gera eithvað í málinu.

Jórunn S. Gröndal sagði...

Er búin að hafa samband við Húseigendafélagið og þar sem ég er ekki félagsmaður þá bara geta þau ekkert gert fyrir okkur. Er búin að skrifa mjög kurteist bréf til þeirra og svo er bara að sjá hvort það verða einhver viðbrögð við því af þeirra hálfu. Leiðindamál allt saman en svona er lífið stundum.

P.S. sendum bréfið einnig á eigandann með skýringu

Nafnlaus sagði...

Jónas Roy ætti kannski að mæta með trommusettið og æfa sig einn sunnudag þegar pakkið er örugglega búið að vera að skemmta sér vel og lengi nóttina á undan, hehehehe

Jórunn S. Gröndal sagði...

ójá þvílíka snilldin...heldurðu að hann sé til í að mæta hjá mér á sunnudaginn kl. 7:10 ;) hehehe

Annars svaf ég extra vel í nótt, en samt sá ég að pakkið var ekki búið að tæma póstkassann sinn. Kannski voru þau bara ekki heima.

Nafnlaus sagði...

Jiii hvað þetta eru erfiðir nágrannar sem þið hafið! Ég vorkenni ykkur mjög mikið. En ég á því miður engin ráð, þið virðist vera búin að prófa svo margt til að þagga niður í þeim. Ætli þið verðið ekki bara að flytja hehe (nei djók). En vonandi eiga þessir nágrannar eftir að flytja fljótlega úr stigaganginum.

Kveðja Solveig Björk

Nafnlaus sagði...

Fariði bara upp til þeirra og hamist á bjöllunni í hvert sinn sem þau eru með læti.....í alvöru.
Það er ekkert leiðinlegra en svona bjölluhljóð...og hvað þá meira en í heila mínút eða svo hahahaa svo koma þau pirr pirr til dyra og þar standið þið. Endilega gera það líka fyrir hádegi um helgar þegar þau eru pottþétt þunn.

Leiktu bara sama leikinn á móti....ég skal mas gera það fyrir þig þegar ég kem heim ;) hihihi ég hefði sko bara gaman af því að pirra pakkið...pakkIÐ sko.

Sjáumst bráðum :D

knúúúúús
- Kristrún

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara eins og minn nágranni. Kl 12 fer hann að labba um á klossunum sínum á flísunum sem eru á gólfinu!!! Svo fer hann stundum að laga til í elhússkápunum sínum sem eru fyrir ofan svefnherbergið!! og stundum vaknar maður um miðja nótt, þá er hann að breyta íbúðinni og labba um á hælaskónum! Alveg merkilegt hvað sumir þurfa ekki að sofa! En sem betur fer var þetta mest fyrsta árið, kannski var hann alltaf að horfa á innlit útlit og innrétta íbúðina upp á nýtt og prófa nýju hælaskóna sína... En núna er hann svo oft í burtu og það er himneskt!! Ég var nú að spá í fyrra að gefa honum svona loðinniskó í jólagjöf. Alveg óþolandi að heyra þetta klossahljóð alltaf þegar maður fer að sofa!

Annars er hugmyndin hennar Kristrúnar um dyrabjölluna góð hugmynd;)

Nafnlaus sagði...

eruði búin að prufa að lemja í loftið/vegginn með kústi? bara svona láta þau vita að þið heyrið í þeim...

Jórunn S. Gröndal sagði...

Nei ekki búin að prófa að lemja í loftið með kústi. Tými því eiginlega ekki er svo hrædd um að ég myndi hreinlega bara missa mig og skemmileggja málninguna á loftinu hjá mér ;)

Nafnlaus sagði...

Ég styð dyrabjölluhugmyndina hennar Kristrúnar:) En svo gætiru líka skrifað bloggsíðuna þína á miða og sett í póstkassann þeirra, þá geta þau lesið um hvað þau eru ÓÞOLANDI hehe

Kveðja Solveig

Nafnlaus sagði...

....ég meina sko ekki að þú skrifir allt af bloggsíðunni yfir á miða, heldur bara adressuna á bloggsíðunni. (bara svona ef það var óljóst hjá mér).

Kv. Solveig

Nafnlaus sagði...

Hehehe góð hugmynd Sólveig;)