mánudagur, janúar 08, 2007

Það sem gerðist svo...

...var að ég hringdi í eigandann strax kl. 8 um morguninn og hann svaraði að sjálfsögðu ekki í símann. Við fórum bara fram úr og fengum okkur morgunmat og ákváðum svo að klæða okkur og fara upp og vekja þau til að tala við þau. Þá koma þau bara ekkert til dyra og við náttla mjög hissa því við vissum sko vel að það væri einhver í íbúðinni. Ég prófaði þá að hringja í heimasímann hjá þeim og Biggi heyrði hann hringja og heyrði líka í einhverjum en ekki svöruðu þau heldur í símann. Einhver sem hefur greinilega vitað upp á sig skömmina. Nú svo hringir eigandinn í mig til baka og ég útskýri nú allt sem búið er að ganga á og að þetta sé nú ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Honum brá svolítið við það að það væri einhver í íbúðinni því hann sagðist vinna í Herjólfi og hann hafi séð strákinn koma til eyja kvöldinu áður og með stelpu með sér sem hann héldi að væri kannski systir hans (Hann leigir s.s. stráknum og systir stráksins býr með honum). En honum fannst þetta náttúrulega mjög leiðinlegt og þakkaði okkur fyrir að láta sig vita og hann myndi tala við strákinn og biðja hann að tala við systur sína. Þetta gengi náttúrulega ekki svona. Hringdi svo strax aftur í mig og lét mig vita að hann væri búinn að tala við strákinn. Við lögðumst þá bara aftur upp í rúm og náðum að sofna, en þetta varð náttúrulega til þess að við sváfum til hádegis, sem við höfðum ekki ætlað okkur að gera.

Ég fór svo út og hitti Sjöfn og var með henni mest allan daginn en þegar ég kom heim sá ég að það var ljós í íbúðinni uppi svo ég ákvað að fara upp og tala við stelpuna. Sem ég svo gerði og fræddi hana um fjölbýlishúsalögin. Hún hafði þá verið búin að fara niður og tala við Bigga en ég vissi það ekki þar sem Biggi var farinn út þegar ég kom heim. Hún lofaði að reyna að bæta sig og afsakaði sig þvílíkt og ég veit ekki hvað og hvað. Svo urðum við nú ekki mikið vör við þau það sem eftir var helgarinnar. En í gærkvöldi þá var svona svolítill skarkali í þeim og einhver fór í sturtu um kl. 1 í nótt og kveikti þá á viftunni sem heyrist hræðilega mikið í. Allt í lagi með það svo sum. Svo vakna ég í nótt rétt fyrir kl. 3 að það var rosa stuð hjá þeim og stelpan alveg á orginu. Það hljóta nú bara fleiri að hafa vaknað við þetta heldur en við í húsinu. Manni langar bara ekkert að vita nákvæmlega hvenær nágrannar manns stunda kynlíf en þau eru greinilega að auglýsa það!!! Þetta fólk kann bara hreinlega ekki að taka tillit!!! Ég hringdi nú bara aftur í eigandann í morgun og ég var greinilega að vekja hann í þetta skiptið því hann var nú ekki beint kurteis við mig. Sagði svo bara að þetta væri ekki sitt mál. En mér finnst það nú svolítið vera hans mál þar sem hann er eigandi íbúðarinnar og hann er að leigja þessu fólki. Það er náttúrulega alveg fáránlegt að fá ekki svefnfrið á sínu eigin heimili. Hann er nú ekki hlutlaus í þessu máli þar sem hann þekkir strákinn sem hann er að leigja og tekur nú upp hanskann fyrir hann. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera en ætli ég fari ekki upp og tali við stelpuna, þó að Biggi hafi verið búinn að segja henni að það heyrðist ALLT niður. Hélt að hún myndi nú fatta þetta en hún er greinilega mjög treg aumingja stelpan.

Það er vonandi að ég fái að sofa í nótt...annars verð ég bara að kaupa svona rauðan bolta sem hún getur troðið upp í sig (eins og í Pulp Fiction ;))

Engin ummæli: