miðvikudagur, janúar 24, 2007
Ýmislegt gerist!!!
Einhvern tíma er allt fyrst eins og sagt er og á þetta einstaklega vel við líf mitt þessa dagana. Mér tókst í fyrsta skipti á ævi minni að gleyma veskinu mínu og það er bara týnt og tröllum gefið. Þetta gerðist eldsnemma á föstudagsmorgun þegar ég var í bakaríinu að kaupa fyrir morgunkaffið í vinnunni. Ég er svo klár að ég get gert tvennt í einu og var bæði að setja bakkelsið í poka og kvitta undir í einu. Svo bara fer ég í vinnuna og allt er eðlilegt, ég fer ekkert í hádeginu og þarf ekkert að nota kortið mitt meira þann daginn. Svo líður að bíóferð og ég ætlaði að taka debetkortið mitt úr veskinu mínu því ég nennti ekki að hafa allt hafurtaksið með. Þá bara er ekkert veski í töskunni minni....frábært!!!! Ekki fannst það í bakaríinu þó að það hafi verið síðasti staðurinn sem ég notaði það á. Þannig að það lítur út fyrir að einhver sem kom á eftir mér hafi bara hirt ljóta seðlaveskið mitt með öllu mínu lífi í...eða þannig. Það getur nú verið kostnaður við að endurnýja svona dóterí og bölvað vesen. Hringja hingað og þangað að láta loka kortum og sækja svo um ný. Og ég tala nú ekki um kostnaðinn við að fá nýtt ökuskírteini, heilar 3.900 kr. Ég held enn í vonina að ég fái veskið til baka...hehe...eða þannig. En ræninginn hafði sko ekkert upp úr krafsinu því það var sko ekki krónu með gati að finna þar!!! Af hverju skilar fólk ekki svona inn í búðirnar sem það finnur þetta í. Kommon, hvað hefur það að gera með kort sem eru lokuð??? Ég sé mest eftir myndunum tveimur sem ég var með í veskinu, önnur var af Bigga og hin af Unni minni svo ég sakni hennar ekki endalaust mikið. En núna er ég búin að vera með tárin í augunum af söknuði síðan á föstudag...búhú
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ohh elskan mín, ég hef lent í þessu, þetta er svo fúlt :-( mitt týndist bara hérna fyrir utan húsið okkar. Var að borga fyrir far heim og þar sem ég var að reyna að koma manninum mínum (frænda þínum s.s) inn í hús í myrkri(ástandið á honum var frekar dapurt)missti ég seðlaveskið og því var ekki skilað, eins og það hefði verið auðvelt. I því voru 2500 kr. :-( Þetta er fúlt og fólk sem tekur svona á að skammast sín.
Bjarni fann veski s.l. sumar og við gátum komið því til skila á innan við 30 mín. Það var góð tilfinning :-)
Jii hvað þetta er ömurlegt. Alveg ótrúlegt að fólk skuli hafa samvisku í að taka veski sem það finnur og skila því EKKI!!!!
Kv. Solveig
Miss jú tú!!!
Já, ég lenti í því mjög slæmu um daginn.
Gleraugu sonar míns, sem eru 4mán gömul, týndust! Ég lagði þau á borðið hjá tengdó þegar sonur minn og frændi kærasta míns voru að fíblast, og ég lagði þau á nákvæmlega þetta borð. Þau voru ekki þar þegar ég fór og við leituðum í allri íbúðinni. Meira að segja í ruslinu og frystinum... en þau finnast ekki:( 30þús til spillis..
Skrifa ummæli