þriðjudagur, janúar 09, 2007

Þreytta konan!!!

Já það er þreytta konan sem skrifa hér inn. Alveg með augun á stilkum og ég veit ekki hvað og hvað, svo er ég líka svolítið svöng. Hvað olli þessu? Hmmm kannski samblanda af því að ég hef ekki fengið nægan svefn undanfarnar nætur og svo svaf ég yfir mig í morgun og náði ekki að borða yndislegu AB-mjólkina mína með múslí, cheeriosi og rúsínum útí.

Svolítið af þreytunni er nú alveg mér að kenna því við fórum í gær til Jónasar og Írisar (bróður hans Egils og konu hans) og fengum barnaföt lánuð. Við vorum mjög sein á ferðinni því Biggi fór fyrst á Júdó æfingu og við komum ekki heim fyrr en kl. 1 í nótt. Já mikið rætt fram og til baka um börn og barneignir og litlu krílafötin skoðuð. Komum heim með fulla stóra íþróttatösku af alls konar dóteríi. Þegar ég lagðist lokins á koddan rotaðist ég um leið og rumskaði í morgun því ég þurfti á klósettið, en meikaði ekki að fara svo líkaminn varð bara að gjöra svo vel að halda í sér...sem hann gerði, sem betur fer!!! Svo vakna ég klukkan korter í níu við að Biggi er að pikka í öxlina á mér. Uss hann hefði alveg mátt sleppa því að pikka í mig og leyfa mér bara að sofa yfir mig...hehe.

Held að ég verði að taka mig á og fara að kom mér í rúmið um kl. 22 á kvöldin svo ég fái nú nægan svefn. En það er erfitt þegar maður er sjónvarpssjúklingur eins og ég og maður getur horft á hvað sem er og það skiptir ekki máli þó sjónvarpsefnið er endursýnt og maður hefur a.m.k. séð það tvisvar áður...ussss...skamm skamm. Í kvöld verður það bara beint upp í rúm eftir meðgöngusund og hana nú. Í háttinn klukkan átta eins og í laginu, eða frekar rétt fyrir tíu því ég kem heim um hálf tíu :) Sjáum til hvort þetta virkar!!!

Þangað til næst....ZZZZZZZZZZ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er treytta konan ordin svo treytt ad hun er hætt ad blogga.

Jórunn S. Gröndal sagði...

Já eiginlega...nenni bara ekki :P