miðvikudagur, apríl 26, 2006

Svo ég haldi nú aðeins áfram...

...með ferðasöguna. Á föstudeginum vorum við bara í rólegheitum í Kolding, fórum í labbitúr og skoðuðum okkur um. Á laugardeginum héldum við svo til Vejle og fengum að skoða skrifstofuna hans Danna. Við héldum að allar búðir yrðu opnar til kl. 16 en kl. 14 lokaði allt og okkur var næstum hent út úr búðinni Bahne, við vorum reyndar að versla þar fyrir alveg slatta pening svo við fengu jú að borga. Á heimleiðinni komum við við í Elgiganten í Kolding og Biggi keypti sér Playstation2 og Buzz. Við röltum aðeins yfir í Storcenter sem var hinum megin við götuna og keyptum okkur gotterí með kaffinu. Svo var bara farið heim að hygge sig og keppt all svakalega í Buzz.
Á páskadag nutum við þessa að horfa á sjónvarp, vera í Buzz og borða páskaegg. Við röltum svo niður í Koldinghús til að viðra okkur. Koldinghús er gamall kastali sem búið er að gera aðeins upp og laga, því hann brann á sínum tíma og það var skotið á hann því landamæri Danmerkur og Þýskalands voru áður á þessum slóðum.
Á mánudag fórum við til Ribe, sem er elsti bær í Danmörku. Húsin þar voru öll gömul og voða krúttleg. Það var að vísu svolítið kalt en við lifðum það nú af. Þriðjudagurinn var shop till you drop og var ferðinni heitið til Århus. Við fórum meira að segja í Ikea, því Unni og Danna vantaði hitt og þetta. Vá ég hef aldrei séð eins stóra Ikea búð og fannst ekkert smá gaman í henni :) Margt sem ég hefði viljað kaupa ;) Miðvikudagur var brottfaradagur til Köben :( og það var nú ekki gaman að kveðja skutuhjúin. Biggi og Unnur keyrðu mig á lestarstöðina með farangurinn og svo fóru þau að skila bílnum á bílaleiguna. Við vorum svo snemma í því að við þurftum að bíða í góðan klukkutíma. Við notuðum tímann bara til að spjalla og fá okkur kaffi og kakó. Við Biggi vorum svo komin til Köben um eittleytið og var ferðinni haldið beint upp á hótel með farangurinn. Þegar við komum svo í herbergið okkar brá okkur heldur í brún. Haldiði að við höfum ekki pantað okkur no facility herbergi, s.s. ekkert baðherbergi inn af!!!! Nú voru góð ráð dýr því þeir sem þekkja mig vita að ég get helst ekki af sálfræðilegum ástæðum gert númer 2 annars staðar en heima hjá mér, hvað þá á sameiginlegu hótel klósetti!!! Við fórum niður og reyndum að skipta en eina sem var laust var fínasta herbergið þeirra og það hefði kostað okkur 800 kr. danskar og við hefðum þurft að flytja aftur í no facility herbergi síðustu nóttina. Mín ákvað bara að bíta á jaxlinn og þetta var svo bara ekkert mál. Reyndar vesen að þurfa alltaf að fara með fullt af drasli í sturtuna sem var hinum megin á hæðinni.
Anyways...við fórum svo í Tivolíið, höfðum fengið gefins hjá IcelandExpress aðgangsmiða. Biggi keypti sér svo dagspassa í ÖLL tækin og fór í þessi 2 stóru tæki sem voru opin...hehe. Við röltum svo upp Strikið í rólegheitum og löbbuðum Nyhavn og kíktum í Magasin Du Nord. Tókum svo Metro frá Konges Nytorv til Islands Brygge, en þar býr Dagný og hún hafði boðið okkur í mat. Við sátum svo hjá þeim og dreyptum á hvítvíni, rauðvíni og fleiru langt fram eftir kvöldi.
Fimmtudagurinn var viðburðaríkur dagur. Við tókum daginn snemma og fórum og skoðuðum Rosenborg höllina, Sívalningsturninn, fórum í siglingu frá Nyhavn og kíktum aðeins í búðir og svona. Svo um kvöldið áttum við pantað borð á Peder Oxe. Fengum fínan mat, reyndar var svolítið mikið af fólki og svaldur og læti, og þjónustustúlkurnar voru næstum búnar að kveikja í pleisinu. Þær réðu ekki alveg við arineldinn, en það reddaðist að lokum þegar maður var kominn með vott af reykeitrun. Svo þegar við vorum komin út af veitingastaðnum og vorum að rölta hægt yfir torgið sem er fyrir utan, haldiði að minn maður hafi ekki bara farið á skeljarnar...híhí...og ég sagði að sjálfsögðu jáhá :) Svo nú er bara brúðkaup næsta sumar, kominn tími til ;)
Á föstudeginum fórum við á sædýrasafn og svo í Fisketorvet (mollið) fengum okkur að borða þar og skelltum okkur svo í bíó á Ice Age 2. Röltum svo um og ég gerði heiðarlega lokatilraun til að finna mér skó. Fórum svo um kvöldið til Dagnýjar, tókum taxa að þessu sinni því það var hellidemba og við höfðum labbað úr mollinu á hótel og orðið niðurrignd, pöntuðum okkur pizzu og Biggi fékk klippingu.
Tókum svo lestina á laugardag út á Kastrup og hittum akkúrat Emblu vinkonu Unnar og Eika kærastan hennar á lestarstöðinni. Fluginu seinkaði um klukkutíma vegna ísingar á vélinni í Keflavík en við komumst á leiðarenda að lokum og mamma og Guðrún komu að sækja okkur.

Þetta er nú meiri langlokan en þetta var alveg ógleymanlegt og ekki var nú leiðinlegt að fá bónorð á sumardaginn fyrsta :)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku krakkar :-) þetta eru æðislegar fréttir, sko Bigga. Ég sit hér með tárin í augunum og er strax byrjuð að hlakka til að mæta í brúðkaupið sem ég treysti á að mér verði boðið í. Spurning hvort maður þarf ekki að skreppa fyrst til Köben og versla föt við hæfi.....;-)Ég meina hann bað þín þar svo mér finnst það einhvern veginnn rétta borgin...

Nafnlaus sagði...

...hrikalega rómantískt...skreppa í ferð til Danmerkur um páskana...bónorð á sumardaginn fyrsta.... hann kann þetta strákurinn :D

Innilegar haminjuóskir :D ...ég er sko strax farin að hlakka til stóra dagsins og ég lofa að koma með nógu marga vasaklúta svo ég myndi ekki poll á kirkjugólfinu...thihi ;)

Saknaðarkveðjur
- K.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju;) en hvað hann Biggi er rómantískur í sér að biðja þín svona, ekkert smá sætt:)

Kveðja Solveig húsógella og bumbukrílið;)