föstudagur, apríl 07, 2006

4 dagar til Denmark

Ég fer að verða ein eftir hérna á skrifstofunni í dag. Það er föstudagur og klukkan er tuttugu mínútur yfir þrjú. Mig langar ekki að verða síðust því þá þarf ég að loka og læsa og setja öryggiskerfið á...sem ég hef aldrei gert...hehe en ég á að hafa einhvers staðar leyninúmerið...vona ég alla vega.

Horfðum á King Kong í gær og ég var svo spennt að þegar ég ætlaði að standa upp til að fara inn að sofa þá gat ég varla hreyft á mér hálsinn. Var reyndar orðin mjög stíf í honum fyrr, fór í heitt bað fyrr um kvöldið til að reyna að losa um. En það virkaði ekki. Vaknaði svo í morgun og var bara nokkuð góð en svo um leið og ég fór að vinna eitthvað þá byrjaði hálsinn að stífna upp aftur. Þetta er hægra megin og ég held að þetta sé út af tölvumúsinni.

Jæja það styttist heldur betur í útlandaferð í Unnar og Danna kot. Bara helgin og svo tveir vinnudagar. Jeij!! Held að það sé alveg nauðsyn að reyna að fara amk einu sinni á ári til útlanda, það er svo refreching eitthvað að breyta aðeins um umhverfi. Við ætlum að vera í viku hjá Unni og Danna og vera svo í þrjá og hálfan dag í Köben. Pöntuðum okkur hótel nálægt aðallestarstöðinni og tívolíinu. Reyndar var þetta víst einu sinni hverfið þar sem hórurnar voru, en á ekki að vera þannig núna, en það er nú allt í lagi bara því þegar mann vantar gjaldeyri getur maður bara stokkið út á næsta horn...hahaha...ég er svo fyndin. Biggi er búinn að panta borð á uppáhalds staðnum sínum Peder Öxe...það er pottþétt ekki skrifað svona!! Ég hlakka til að borða þar því hann er sko oft búinn að segja mér hvað þetta er æðislegur staður, vona að hann mæti væntingum.

Jahhh...svei mér þá ef ég er ekki bara orðin ein eftir...núna er klukkan sko orðin hálf...common people hvernig væri að vinna á föstudögum líka...hehehe

Jæja ætla að láta þetta nægja í bili

Engin ummæli: