fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jimundur minn

Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér í dag, ef við miðum alla vega við gærdaginn. Mér leið eins og símahóru í gær, síminn gjörsamlega stoppaði ekki allan daginn. Ég er sybbin og held að ég fari barasta beint heim eftir vinnu...sem er eftir 15 mínútur. Kannski kem ég við í Bónus og kaupi mér vax og reyni að koma mér út úr því að vera fröken loðmundur á fótunum...hehe...sexý ;) Kannski ég taki bara smá bjútí trítment í leiðinni og plokki og liti á mér augabrúnirnar. Já ég held ég geri það bara og horfi svo á Friends, því ég var að fá seríurnar sem ég pantaði um daginn. Jeij!!! Mamma hennar Írisar var að koma frá NY og hún kippti þeim með sér. Ég sagði henni og Bibbu systur hennar Írisar fréttirnar og ég var alveg knúsuð í bak og fyrir. Bibba fékk meira að segja gæsahúð, þær eru svo miklar dúllur :)

Við Biggi fengum frítt í bíó í gær. Vinkona ömmu hans vann miða á Bylgjunni og bauð ömmu hans tvo miða, amma hans bauð svo tengdó miðana sem bauð okkur miðana...hehehe. Við vissum ekkert á hvaða mynd við vorum að fara en þetta var myndin Prime, grínmynd og alveg ágæt. Bara týpísk amerísk konum mynd en alveg hægt að skellihlægja að henni á köflum. Við vorum svo rómó að við fórum út að borða fyrir bíóið...eða á Subway...vúhú...rosa rómó!!

Ég elska á vorin fyrstu dagana sem maður skýst út á peysunni, eins og í gær. Og þar sem ég held að sumarið sé nú alveg að koma þá skellti ég mér í það að láta setja sumardekkin undir bílinn og núna heyrast engin læti þegar ég skutlast um götur borgarinnar á túttubílnum sæta.

Jæja nóg í bili

adju

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þeir eru æði þessir fyrstu peysudagar. Hitastigið hér er búið að vera rétt undir 20 gráðum.....bara mjög þunn peysa.

Nafnlaus sagði...

hæ gella! veit ekkki hvort þú fékkst smsið frá mér í gær en ég er senst búin að fatta núna hvernig á að kommenta hérna;)
Til hamingju dúllurnar, ekkert betra en að fá bónorð í köben- var það kannski á dönsku;) hehe...en ótrúlega frábært og aftur innilega til hamingju skvísa og auðvitað Biggi líka!!
kveða Steinunn Erla

Jórunn S. Gröndal sagði...

Takk Steinunn, jú ég fékk sms-ið takk fyrir það :) Reyndar var bónorðið á íslensku en það hefði nú bara verið fyndið að fá það á dönsku