föstudagur, apríl 28, 2006

Þetta líkar mér

Já það er ekki verra þegar sólin skín svona fínt. Alveg hreint æðislegt veður og ég er í grænu sumarpilsi þannig þetta gæti ekki verið betra. Spurning um að grilla sér eitthvað úti á svölum, athuga svona hvort litla ferðagrillið okkar virki ekki örugglega ennþá. Svo er bara löng helgi framundan og maður heldur í vonina að veðrið haldist svona, það væri frábært!! Hugsa að ég reyni að þrífa bílinn um helgina því ég var að keyra Ártúnsbrekkuna um daginn og þá kemur þessi risatrukkur fram úr mér og við skulum bara segja það að bíllinn minn hætti að vera hvítur. Ojj...drullan og viðbjóðurinn sem hann jós yfir mig, ég hreinlega skil ekki hvaðan það kom.

Engin ummæli: