þriðjudagur, apríl 04, 2006

7 dagar til Denmark

En hvað er málið með veðrið??? Það var snjór í morgun og núna er bara hellidemba. Rosalega grámyglulegt úti.

En já það styttist í utanlandsferð...jibbí jei. Ég vona að við fáum æðislegt veður því við verðum með bílaleigubíl og ætlum að keyra eitthvað í kringum Kolding og skoða okkur um. Ég hlakka svo til að koma til hennar Unnar minnar. Hef ekki heimsótt hana síðan í desember 2002 og hún er búin að flytja 2 sinnum síðan. Komin tími til að kíkja á hana.

Jæja kominn tími til að fara og snýta mér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh hvað ég öfunda þig geðveikt mikið!!!! langar svo að fara til köben!