þriðjudagur, apríl 11, 2006

Denmark á morgun!!!

Já nú er loksins komið að því. Við förum í flug kl. 7:30 í fyrramálið og lendum á dönskum tíma eitthvað rúmlega 12. Ég hlakka svo mikið til að hitta hana systir mína að orð fá því bara ekki líst!! Reyndar á að rigna einhver ósköp á okkur og það verður víst ekkert rosalega hlýtt, en hvað vita þessir veðurfræðingar svosem?

Alltaf lætur maður nú plata sig, er að fara að borða KFC núna í hádeginu. Jebb það voru allir hérna á skrifstofunni að spilla mér og ég varð að sjálfsögðu að láta undan, ég meina maður er nú að fara í frí. Bara flott að vera feitur og fínn í fríinu. Ekki eins og ég sé búin að vera að borða rosa hollan mat að undanförnu.

En ég fékk ekki góðar fréttir í morgun, frænka mín hún Adda lést í morgun. Adda var systir ömmu Jórunnar. Hún var búin að vera svolítið mikið veik að undanförnu í kjölfar aðgerðar sem hún fór í. Við verðum sennilega ennþá úti þegar hún verður jörðuð svo ég segi bara núna: hvíl þú í friði frænka mín.

Á fimmtudaginn fór ég í jarðaför hjá annarri gamalli frænku. Systir hans Ásgeirs afa, en hún var alltaf kölluð Sigga sú á mínu heimili og á Guðrún systir heiðurinn af þeirri nafngift. Það var þannig að mamma var eitthvað að tala um Siggu frænku og Guðrún spyr hvaða Sigga það sé og þá segir mamma að það sé systir hans pabba sem prjónar vettlingana. Þá segir Guðrún: já Sigga sú, og þar með var hún alltaf kölluð Sigga sú hjá okkur. En þetta er nú bara gangur lífsins og ekkert óeðlilegt þegar fólk er orðið svona fullorðið, en það er nú samt alltaf leiðinlegt að horfa á eftir fólki sem manni þótti vænt um.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ,æ samhryggist vegna Öddu. Hún var orðin svo lasin.
Góða ferð elskurnar mínar, treysti því að þú knúsir Unni og Danna frá okkur hér í Garðabænum.

Nafnlaus sagði...

Hafðu það alveg ofsalega gott í Danmörku og mundu að þið eruð eeeeeenga stund að skjótast til Debó thihihi ;)

Samhryggist þér vegna frænkna þinna beggja...alltaf leiðinlegar fréttir.

Knúúúús og saknaðarkveðjur,
Kristrún.