þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt nýtt ár!!!!

Já nú er árið 2007 gengið í garð. Þetta verður viðburðarríkt ár hjá okkur Bigga. Árið 2006 var gott ár en kannski í frekar rólegri kantinum. Hér kemur smá samantekt af því helsta sem gerðist hjá mér:

 • Byrjaði í nýrri vinnu í ársbyrjun
 • Fór út til Danmerkur um páskana, fékk eitt stykki bónorð frá krjúpandi manni að nafni Birgir Þór :)
 • Ferðaðist mjög lítið um landið um sumarið en fór þó nokkrar ferðir upp í bústað til mömmu og pabba og svo fórum við í fjölskylduferðina að Laugarvatni
 • Fórum á Morrisey tónleika í Laugardalshöllinni...gaman, gaman
 • Var ein heima um verslunarmannahelgina, þar sem ég nennti ekki að vera með ógleði á Akureyri innan um fullt af fólki heima hjá Helga og Telmu.
 • Byrjaði í námi í HR og fór jafnóðum í námsleyfi
 • Fórum í brúðkaup til Ingu Maríu og Ingólfs
 • Tilkynnti komu nýs fjölskyldumeðlims í byrjun september
 • Fórum með öll systkyn Bigga í bústað í byrjun september
 • Fórum á Nick Cave tónleika í Laugardalshöllinni...það var ekki gaman!!!
 • Fórum með mömmu, pabba og Guðrúnu til Danmerkur í byrjun október til að hitta Unni og Danna og halda upp á stórafmæli pabba
 • Keyrðum norður á Corollunni okkar um miðjan nóvember og allir héldu að við værum klikkuð að fara í þessari færð á þessum bíl. Það var n.b. nánast enginn snjór á leiðinni og besta ferðaveður og bílinn okkar er æðislegur!!! Fengum gistingu hjá Helga og Telmu og allir skelltu sér á bretti nema ólétta konan. Borðuðum dýrindis máltíð á Greifanum og Helgi sýndi okkur það góða við Akureyri, ábótin!!
 • Fórum í þriðja skiptið til Danmerkur á þessu ári fyrstu helgina í desember, með Fuglum ehf. Keyptum barnavagn, smá vesen en það borgaði sig. Fórum á skrítinn Julefrukost í Tivoli. Skemmtum okkur æðislega vel!!
 • Héldum jólin hátíðleg í síðasta skipti í sitthvoru lagi. Höfðum það rosalega næs yfir hátíðirnar.

Svo er bara að sjá hvað árið 2007 ber í skauti sér. Það verður án efa mjög skemmtilegt ár og í nógu að snúast!!!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Þú hefur nú bara brallað ýmislegt á sl ári :) En þetta ár verður án efa viðburðarríkt hjá ykkur dúfurnar mínar.

En ég held því fram að hvert ár verður alltaf aaaaaðeins betra en árið sem var að líða....að minnsta kosti ætti það að vera svoleiðis :o)

Hlakka svo til að koma heim...ég er alveg að deyja hérna úr stressi, leiðindum og....bara öllu saman.

Saknaðarkveðjur,
Strúna