þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Haninn galaði kl. 6

Goggolo gúúúúú...og mín bara vaknaði. Ég hef ákveðið að kalla pissublöðruna hana núna því það var jú ástæðan fyrir að ég þurfti að dröslast fram úr kl. 6 í morgun. Hressandi!!! En svo eftir það þá gat ég ekki með neinu móti sofnað aftur. Á endanum gafst ég upp og fór fram í stofu með AB-mjólk í skál og horfði á einn Friends þátt.

Í dag er síðasti vinnudagurinn í bili og við tekur afslöppun og hvíld fyrir átökin og nýtt hlutverk. Ég bakaði marmaraköku í gær í tilefni dagsins og kom svo við í bakaríi og keypti eina súkkulaðiköku líka til að bjóða upp á í morgunkaffinu.

Annars var helgin rosalega ljúf. Við gerðum nákvæmlega ekki neitt. Bara alveg eins og það á að vera. Fengum okkur reyndar bíltúr upp í Mosfellsbæ á laugardaginn til að kíkja á Ingu og Ingó og fína húsið þeirra. Allt að smella saman þar og mjög gaman að hafa geta séð hvernig eitt stykki hús smellur saman. Þetta verður stórglæsilegt hjá skutuhjúunum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

njóttu þess að vera í fríi :-)

Nafnlaus sagði...

Já, nú fer líkaminn að æfa þig að vakna oft á nóttunni... pissa og brölta og svona...;) Svo þarftu að vakna mjög oft næstu mánuði, þannig að nú er bara að fara venjast þessu!
En já, njóttu þess að slappa af áður en að krílið kemur, sofa mikið, lesa, liggja upp í sófa og hafa það gott! Nú þarf Biggi bara að sinna húsverkunum og elda ofan í þig;)

Nafnlaus sagði...

Ohh hvað ég öfunda þig, en samt ekki. Það væri æðislegt að vera að fá lítið kríli í hendurnar núna, en á hinn bóginn er endirinn oft svo lengi að líða... biðin orðin of löng.. gangi þér vel:)