mánudagur, mars 30, 2009

Heiðarleg tilraun

Ég reyndi að koma mér og mínum á skíði í gær, en það tókst ekki. Hrafn svaf svo lengi að það tók því ekki að keyra upp í Skálafell fyrir kannski hálftíma á skíðum. Skelltum okkur því bara út á snjóþotu sem var hálf misheppnað líka þar sem það var ekki sérlega mikill snjór, fórum í Breiðholtsbrekkuna. Borðuðum þá bara nesti úti í skítakulda...hehe...voða mislukkuð eitthvað. Enduðum daginn svo út að borða á Hamborgarabúllunni með tengdamömmu, Ragnheiði og Daníel.

Langar að prófa myndfídusinn hérna eina ferðina enn þar sem þetta hefur gengið frekar brösulega í gegnum tíðina. Set inn mynd af vindgalla sem ég saumaði á Hrafn síðasta sumar.


2 ummæli:

Jórunn S. Gröndal sagði...

Jibbýkóla það tókst!!

eddagunn sagði...

Nauuu flottur. Hægt að setja inn pöntun?
Elska svona létta íþróttagalla, finnst það möst í leikskólanum fyrir akvtífa stráka en þeir eru soddan merkjavörur að mar tímir sjaldan :)
kv