föstudagur, apríl 17, 2009

Gaman að prjóna

Núna er ég að prjóna galla á Hrafn. Ég óaði og æjaði yfir því að þurfa að prjóna heilar 2 ermar og 2 skálmar. En viti menn, ég fann yndislega aðferð á netinu til að prjóna tvennti í einu og það er bara snilld!!!Ég er líka mjög ástfangin af prjónasettinu sem ég fékk í jólagjöf, marglitaðir birkiprjónar. Ekki bara fallegir heldur líka silkimjúkir og yndislegir.

2 ummæli:

eddagunn sagði...

einu sinni prjónaði ég HEILAN ullasokk... en bara af því ég þurfti þess í handmennt..þetta var voðalega sárt ...og ég kláraði bara einn!! ;)

Jórunn sagði...

Skohh þarna kom one sock syndrome strax...mikið betra að gera tvennt í einu.

En ég skil ekki af hverju myndin er svona asnalega stór og ég kann ekki að laga það svo mér verður að fyrirgefast það í bili :S