þriðjudagur, apríl 28, 2009

Sækist hægt

Þessi heilgalli sem ég er að prjóna á Hrafn er allur að koma, en þetta sækist mjög hægt. Það er eitthvað svo seinlegt að prjóna alltaf 2 sléttar og svo 2 brugnar til skiptis. Kemur mjög fallegt munstur en maður minn hvað þetta er leiðinlegt til lengdar. Sem betur fer voru ermarnar bara slétt prjón svo ég var eldsnögg með þær. Staðan er svona; ein skálm og báðar ermar tilbúnar. Er að vinna í seinni skálm, á aðeins eftir að auka út í einni umferð og svo er það bara spurning um sentímetra. Verður spennandi að byrja að setja þetta saman og prjóna búkinn. Er samt að verða eitthvað stressuð um að ég sé ekki með næginlega mikið garn. Og þar sem langt er síðan ég keypti í verkið er ekki víst að ég fái sama framleiðslunúmer aftur. Sjáum til hvað gerist.

Ég er alveg friðlaus að fara byrja á nýju verki, er komin með lopapeysu á Hrafn á heilann og búin að finna plötulopa afganga sem mig langar að nota. Þyrfti bara að bæta við aðallitinn, gaman að geta nýtt afganga. Verð þó að viðurkenna að ég keypti garn í gær. Fann garn frá Dale þar á 50% afslætti og keypti mér 6 dokkur (3 liti). Veit ekki hvað verður úr þessu en hef í huga voða sætan jakka.

Annars saumaði ég einn smekk um daginn og ætla reyna byrgja mig upp til að geta laumað einum og einum í afmælispakka og þannig. Mig vantar bara "efni/plast" til að leggja yfir frotté-efnið áður en ég sauma mynd í. Ekki til í búðunum svo ég verð að hinkra smá. Svo á ég alltaf efni í stuttermabol á sjálfa mig sem ég þyrfti að klára þar sem mig er farið að vanta boli. Langar líka að sauma jogging galla á soninn. Nóg að huga að og ég vildi óska að ég hefði auka 5 tíma í sólarhringnum bara tileinkaða í saum og prjóna vinnu :D

Áfram með prjónið!!

Engin ummæli: