þriðjudagur, mars 03, 2009

Aðeins að signa mig inn

Ég er ekki mikill bloggari, ekki hægt að þræta neitt fyrir það. En mér finnst samt mjög gaman að koma svona aðeins inn á þetta af og til. Hef nú ekki frá mörgu að segja þar sem undanfarnir dagar hafa farið í veikindi. Við Hrafn ætlum þó að skella okkur smá út í snjóinn á eftir. Það léttir alltaf svo yfir mér þegar snjórinn kemur, allt verður svo bjart og fallegt. Bara notalegt að hafa snjóinn.

Annars er afmælisundirbúningur að hefjast þar sem við ætlum að halda upp á 2ja ára afmæli Hrafns á laugardaginn. Ákváðum að gera það helgina fyrir afmælisdaginn sjálfan því okkur langar í skíðaferð helgina eftir. Hrikalega lélegir foreldrar að stinga bara af á skíði. Hann verður þó í góðu yfirlæti hjá föðurömmu sinni og afa. Já það er margt sem þarf að huga að fyrir svona afmæli, gestalistinn er skelfilega langur. Erfitt að eiga svona marga að, ha! En við gerum bara gott úr þessu og deilum öllum fjöldanum niður á 2 holl. Fyrra hollið kemur þá í kaffi en seinna í pylsupartý. Erum við ekki sniðug? Ég er alveg ferlega óæfð í svona afmælum og veit ekki alveg hvað ég á að baka, svo eru líka svo margir í kringum okkur með óþol og ofnæmi. Held samt að það verði ómögulegt að sinna þörfum allra, því miður, en ég ætla að reyna eitthvað sniðugt. Er bara ekki alveg nógu vel að mér í þessum efnum þar sem við erum blessunarlega laus við svona, amk ennþá.

Ef einhver sem rambar hér inn (ef það er þá einhver) er vel að sér í fæðuóþoli og ofnæmum og er með góðar uppskriftir má sá hinn sami endilega láta mig vita :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú rúllar þessu afmæli upp Jórunn, sniðugt hjá ykkur að skipta þessu svona í tvennt. Pjakkurinn á eftir að eiga svo góða helgi hjá ömmu og afa þannig að það breytir litlu fyrir hann þó gamla settið sé á skíðum og fjarri honum einhverja daga. Það er svo stutt síðan Hrafn mætti í afmæliskaffi til mín, nokkrum dögum áður en hann fæddist og fékk ofvirkniskast eftir súkkulaðikökuna sem mamman borðaði. Knúsa hann afmælisknúsið næst þegar ég hitti hann !!!!!
Gangi þér vel með undirbúninginn
Kv Jóhanna

Jórunn sagði...

Takk Jóhanna mín. Já hann var sko hress eftir góðu súkkulaðikökuna þína :) Skila knúsinu til hans.

Kv, Jórunn