þriðjudagur, janúar 22, 2008

Handavinnuátakið...

...byrjar vel!!!

Og þá meina ég ekki í kaldhæðni. Ég er búin með sokkana á Hrafn og er núna að rembast við að klára þessa 10 cm sem ég á eftir af peysunni á mig áður en ég get farið að hekla kantinn og ermarnar. Allt að gerast. Set inn mynd af sokkunum á morgun. Klukkan er allt of margt núna og myndavélin hefur ekki meira pláss fyrir nýjar myndir.

Kv, Jórunn (one down, million to go ;))

update: hér kemur loksins myndin

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

ohhh þú ert svo myndarleg :-) Kannski ég fari að gera eitthvað í höndunum þegar þessar blessuðu skólaskruddur heyra sögunni til. Sjáum til ;-)