föstudagur, febrúar 01, 2008

Peysan...

...gengur vel. Á bara eina ermi eftir. En það kom smá babb í bátinn. Ég á ekki nóg garn til að klára, þá er víst bara að fara með miðan af síðustu dokku í Hagkaup og leita uppi sama framleiðslunúmer. Og jæja ef það finnst ekki þá er það ekki svo nogið því ermin er náttúrulega svona frekar "stök". Ætti ekki að sjást mikill litamunur.

En þar sem ég komst ekki lengra með peysuna þá tók ég bara upp það sem er næsta á dagskrá, s.s. græna sjalið mitt. Það er heklvinna og bara gaman því heklunálin er alveg nr. 7 eða eitthvað svoleiðis. Smá tröllahekl í gangi.

Jæja er þá ekki best að slökkva á tölvunni og taka upp heklið.

Adju

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Wow bara komnar bloggfærslur! Ég var alveg hætt að kíkja hingað inn....

Dugnaður í þér, keep up the good work =)

Knúsknúsknús,
Strúnan