miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Þú verður ferlega stór!!!

Þessa setningu er ég búin að heyra oftar en einu sinni á meðgöngunni og ég á 3 og hálfan mánuð eftir!! Það eru reyndar bara tvær manneskjur búnar að segja þetta við mig en þær hafa sagt þetta oftar en einu sinni hvor um sig. Og hvaða máli skiptir það þær hvort ég verð stór eða ekki????? Þær eru alveg að gleyma að taka það inn í reikninginn að ég er nú ekki einu sinni 160 cm á hæð og þær slaga báðar hátt í tvo metra, kannski ekki alveg. Þetta eru konurnar á símanum hérna í vinnunni og þær virðast hafa rosalega áhyggjur af því að ég springi bara. Það hlýtur að vera kommon sense að álykta að ekki sé jafn mikið pláss í mínum líkama fyrir barn og hjá manneskju sem er amk 10-15 cm stærri en ég. Ég er bara akkúrat í kúrfunni hvað legbotninn varðar svo ég er ekkert með stærra barn en aðrar konur sem eru komnar jafn langt og ég. Við prinsinn höldum okkur bara í meðaltalinu og höfum ekkert þyngst fram úr hófi heldur. Ferlega pirrandi að fólki finnist bara allt í lagi að segja það sem því finnst við mann bara af því að maður er óléttur. Er ég einhver almenningseign af því að ég er ólétt??? Er maginn minn ekki mitt friðhelgi??? Finndist fólki eðlilegt að ég myndi ganga upp að kunningjakonu minni og grípa um brjóstin og spyrja hvað sé langt síðan hún lét laga á sér brjóstin?? Eða ef ég myndi segja við konurnar á símanum frammi: ferlega verður þú ófríð og krumpuð gömul kona!!!!

Ég er ekkert pirruð, neinei, híhí.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jórunn mín, málið er einfalt:
Þú ert einfaldlega flottasta verðandi mamma á jörðinni þessa mánuðina!!!!!!!
Vertu ekki að hlusta á þessa kellingar, þar eru bara öfundsjúkar :-)

Nafnlaus sagði...

Ég myndi einmitt bara taka þessu sem hrósi. Ég man að þegar ég var komin 4-5 mánuði á leið sást varla á mér og ég var orðin svo pirruð á að vera ekki komin með stóra fallega óléttubumbu, þannig að ég segi bara: vertu bara stolt af stóru bumbunni þinni (þeas ef hún er stór, ég sé þig ekki það oft til að dæma):)

Jórunn S. Gröndal sagði...

Takk stelpur mínar fyrir peppið :)

Já ég held að þær séu bara pínu abbó, ég er náttúrulega flottust. Ekki spurning ;) Litli mallakúturinn fær svo mikið af knúsi frá okkur Bigga að hann vex og dafnar bara vel og það er bara gott.

Nafnlaus sagði...

Já fólk virðist halda að óléttubumbur séu almenningseign!!! Ég var reyndar með frekar stóra bumbu alltaf, og fólk var að segja að ég hlyti að vera með tvíbura eða jafnvel þríbura. Svo gapti fólk þegar ég sagðist t.d. vera komin 7 mánuði, en fólk hélt þá að ég væri komin á tíma. Svona er þetta bara. En gangi þér vel með bumbuna þína, og hlakka til að sjá þig og bumbuna í saumó;)

Kveðja Solveig