mánudagur, desember 11, 2006

Broddgöltur?

Nei mannbroddar!!! Já ég hélt að ég myndi nú aldrei láta sjá mig með svoleiðis á ævi minni (maður er nefnilega svo kúl!!) En ég fór nú bara í hádeginu í dag og fjárfesti í mannbroddum. Takk fyrir og góðan daginn!! Maður getur nú ekki verið það bjargarlaus að komast ekki heim að dyrum því tröppurnar heima eru bara dettigildra fyrir óléttar konur. Mæli með því við allar óléttar konur að eiga svona til, þó ekki sé nema bara til að komast inn og úr bíl heima hjá sér.

Þetta voru viskuorð dagsins :D

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eins gott að fara varlega í þessari hálku ;-)
Ég er búin að detta einu sinni en þar sem ég er vel fóðruð þá kom það ekki að sök ;-)