föstudagur, október 13, 2006

Vááááá....

...hvað tíminn er fljótur að líða. Ég hélt að hann myndi gjörsamlega bara standa í stað þar sem ég er að bíða eftir að líf mitt breytist algjörlega í mars. Á fimmtudaginn verð ég hálfnuð með meðgönguna!! Mér finnst svo stutt síðan ég var að pissa á einhvern pinna og beið eftir að sjá hann vera neikvæðan, var ekki alveg að trúa því að nokkuð væri að gerast. En viti menn blússandi jákvætt og margt gengið á síðan á þessum stutta tíma. Þá er bara að vona að næstu 20 vikur verði líka svona fljótar að líða því við erum orðin svo spennt að sjá þennan litla einstakling sem heldur partí í bumbunni minni. Hvernig mun það líta út, verður það líkara mér eða Bigga eða bara engum? Verður það með hár og þá dökkt eða ljóst? Hversu krúttlegar verða tærnar og puttarnir? Dísús...og svo er allt dóteríið sem fylgir litlu barni sem þarf annað hvort að fjárfesta í eða fá lánað. Hvernig í ósköpunum á maður að vita hvað þarf?? Nægur tími til að fara yfirum en ef sá tími verður svona fljótur að líða þá á ég eftir að fara heim með barnið í poka og láta það sofa í kommóðuskúffu...hehe. Nei ég segi bara svona. Bara miklar pælingar í gangi þessa dagana og við erum orðin spennt fyrir því að fara í sónar eftir viku. Við ætlum að athuga hvort krílið vill sýna okkur hvort það er strákpjakkur eða stelpurófa svo nú er rétti tíminn til að setja veðmálin í gang.

Hverjir segja strákur og hverjir segja stelpa???? Put it in the comment please :)

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...stelpurófa!

Nafnlaus sagði...

ég ætla að segja stelpa. Set 1000 kall á það ;o)

Nafnlaus sagði...

Ætli það sé ekki best að giska á strákinn, mér finnst það líklegast...... :-)

Nafnlaus sagði...

Þú veist hvað ég held... :)

Nafnlaus sagði...

strákur....

Nafnlaus sagði...

þetta var senst mitt gisk

Nafnlaus sagði...

Ég segi strákur...kannski pabbi fái loksins lítinn gutta í familíuna

Nafnlaus sagði...

Ég held strákur :) Íris

Nafnlaus sagði...

strákur... það koma aðallega strákar innan "húsógengisins" ;)

Nafnlaus sagði...

Ég giska á stelpu;)

Kveðja Solveig húsógella

Nafnlaus sagði...

Ég giska á strákinn :)

Nafnlaus sagði...

Þetta er strákur!! Giska á það... Kristinn verður að fá leikfélaga;)

Nafnlaus sagði...

Tja mig er búið að dreyma að þetta sé strákur þannig að ég held ég giski bara á það. Skiptir annars ekki máli svo lengi sem ég verð uppáhaldsfrænka.

Nafnlaus sagði...

jæja það er kominn föstudagur...

Nafnlaus sagði...

Sko vissi það!!:) Jibbí! Ég hafði rétt fyrir mér:):)
Innilega til hamingju turtildúfurnar mínar:):)

Nafnlaus sagði...

Bíðum nú við, er ég að missa af einhverju??? Er þetta komið á hreint með kynið ??? Sjást þetta i sónarnum???? Vinsamlegast gefið skýrslu :-)´