mánudagur, október 23, 2006

Skýrslan

Þá erum við búin í 20. vikna sónarnum. Allt leit mjög vel út og allt á sínum stað. Fyndið að fá að sjá litla heilann í barninu og nýrun og þvagblöðruna og alles. Krílið var nú þvílíka krúttið og gerði smá kúnstir fyrir okkur, lagði hönd á vanga, alveg eins og svefnstellingin mín er. Jeij það fær þá eitthvað frá mér!!! Alveg merkilegt hvað maður getur séð á þessum myndum, mér sýnist óhakan mín ekki erfast, sem betur fer. Óhaka er s.s. engin haka fyrir þá sem ekki náðu þessu orðalagi mínu :)

Mamma og mamma hans Bigga fengu að vera hjá okkur og fyndið að heyra í þeim...öll jiii-in og flissið...haha...veit ekki hverjir voru spenntastir. Það var ljósmóðurnemi hjá okkur sem fékk að spreyta sig eftir að ljósan var búin að finna allt, þannig að við fengum að vera extra lengi. Bara gaman en mér var orðið ansi kalt á maganum...brrr...alveg við frostmark.

En jæja við fengum líka að vita kynið. Báðum um að fá að vita það ef krílið vildi sýna okkur. Ljósan hélt það nú, það væri nú þegar búið að sýna henni það strax. Og þarna var lítill tippalingur eins og ljósan sagði. Mjög fyndið að sjá þetta svona á risa sjónvarpsskjá...haha. Þannig að við eigum von á litlum prins 12. mars. En mér var seinkað um 4 daga. Ekki alveg það sama og mínir útreikningar, skv. þeim hefði átt að flýta okkur um 2-3 daga en jæja vika til eða frá er nú ekki mikið og svo kemur pjakkurinn örugglega bara nákvæmlega þegar honum hentar.

Jæja þetta var skýrsla föstudagsins :D

6 ummæli:

Jóhanna sagði...

Frábært, æðislegt ;-) Fögnum litlum frænda sem gengur undir nafninu Biggi J.R. hjá frændum sínum (móðurbræðrum???)

Jórunn sagði...

Já nú eignast bræðurnir lítinn bróðir...í bróðerni...múhahaha...á ég svo ekki að fá þá til að passa fyrir mig þar sem ég passaði þá stundum...hehe. Vonandi verður þetta svona lítill Jónas sem stelst til að lesa Andrés Önd þegar hann á að fara að sofa ;)

Jóhanna og Garðabæjargormar sagði...

Það er einmit það sem ég held, þið áttið ykkur væntanlega á því að skyldleikinn er næstum tvöfaldur
;-)
Þetta verður FLOTTUR strákur!!!

Fanney húsó sagði...

Til hamingju enn og aftur, þú varðst nottla að falla inn í húsógengið og fá þér einn lítinn strák;)

Unnur bumbuhvíslari sagði...

...heyrðu, nú skal ég segja þér hvað hann systursonur minn gerði í gær....
Bara að æfa mig sko!!

hrönn sagði...

til hamingju enn og aftur!! okkur hlakkar svo til að sjá prinsinn og leika við hann:)