þriðjudagur, október 24, 2006

Ný síða

Ég er búin að búa til meðgöngusíðu á barnalandi. Ákvað að gera það því ég vil nú kannski ekki að allir séu að lesa eitthvað sem stendur mér svona rosalega nærri slóðin er http://www.barnaland.is/barn/49471 og síðan er að sjálfsögðu harðlæst svo þið þurfið að senda mér tölvupóst til að fá aðgang. Ég set svo myndir þarna inn, sónar og skelfingarbumbumyndir ;) Ég er svo gleymin þannig að ef ég ætla að muna eitthvað eftir meðgöngunni seinna meir er þetta eina leiðin ;)

Ég vil líka endilega biðja ykkur sem vitið leyniorðið að láta það ekki berast. Segið fólki sem hefur áhuga að senda mér tölvupóst því ég vil vita hverjir lesa þetta. Bara smá regla sem ég vil hafa þarna á. Og endilega skrifið í gestabókina :D

Engin ummæli: