þriðjudagur, október 31, 2006

Rólegt og crazy

Helgin var svona beggja blands. Á laugardaginn fór ég með Hrönn í búðarráp. Fórum í Kringluna og röltum búð úr búð. Takmarkið var að finna skó á Hrönn og bikiní á mig. Ég fann bikiníið í fyrstu búðinni sem ég fór í, Útilíf. Þannig að ég er reddí í meðgöngusundið á fimmtudaginn :) En það var ekki svo auðvelt með skóna. Þegar við vorum blessunarlega búnar að fara í allar skóbúðirnar hringdi Haukur og þá var Kristinn Ari vaknaður og vildi sko fá mömmu sína heim takk fyrir. Svo gert var stopp til að hvíla lúin bein, næra sig og Kristinn. Svo þegar hann var farinn aftur út að lúlla fórum við í Smáralind og héldum áfram leiðangrinum. Hrönn fann á endanum hrikalega flott stígvél, reyndar svolítið meira spari en hún hafði hugsað sér. Hún fór svo daginn eftir og keypti þau...vúhú gella ;)

Við Biggi ákváðum að skella okkur í bíó á Mýrina um kvöldið. Vorum mætt í Smáralindina svona ca 5-10 mínútum áður en myndin átti að byrja. Viti menn það var þvílíka röðin...við sem héldum að allir væru bara á djamminu. Við fengum þó miða en Hulda og Gummi (vinir Bigga) fengu ekki miða og þau voru rétt fyrir aftan okkur í röðinni. Við gátum reyndar ekki setið saman :S ég sat í sætinu beint fyrir ofan Bigga, spes. Myndin var mjög góð og gaman að sjá íslenska mynd í þessum standard.

Biggi þurfti svo að vinna líka á sunnudeginum, eins og á lau. Þannig að ég ákvað að nýta daginn í þrif. Þreif alla íbúðina hátt og lágt, skipti um á rúminu og þreif rimlagardínurnar í stofunni. Ég hreinlega gat ekki stoppað mig!!! Eldaði svo dýrindis spaghetti og hakkbollur með pastasósu...nammi namm og naut þess að sitja í hreina sófanum mínum og anda að mér hreina loftinu í íbúðinni :)

Þannig var nú helgin mín, hvernig var helgin þín?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stífur lærdómur á laugardag, hópverkefni. Rólegur sunnudagsmorgunn með skonsubakstri og heimsóknum eftir hádegi m.a. í Haðalandið þar sem ryksugan var á fullu og tuskur um allt. Hreingerningaræði á fólkinu :-)

Nafnlaus sagði...

Hreiðurgerðin er semsagt hafin

Nafnlaus sagði...

váá mín helgi var busy! var sko að keppa og spilaði við lið frá danmörku, bandaríkjunum og íslandi á alþjóðlegu móti sem var hér í borginni-heví stuð:D en mikið var nú gott að Hrönn fékk nýja skó!! átti það sko alveg skilið!:)
fékk nú bara vatn í munninn af spagettíinu og því...elska svona heimamat

Nafnlaus sagði...

Mín var mjög svipuð og þín... nema ég fór ekki í bíó og þreif ekki alveg jafn mikið. Ég ryksugaði samt íbúðina illa... Það er sko í fyrsta skipti sem ég ryksuga hana!!:) vúhú!!

Nafnlaus sagði...

og nú get ég verið mega beib í nýju stígvélunum;);) en verð hins vegar að vera nörd í ljótum gönguskóm þegar rignir.... en ég get þá allavega verið gella stundum!!;)

Nafnlaus sagði...

Hihi jihh það hefur verið nóg að gera!

Þið eruð nú meiri skvísurnar - bikíní og nýjir skór :)

Helgin mín...fór í grjónagraut og slátur á föstudagskvöldið ásamt vídjóglápi og rauðvíni um kvöldið í góðra vina hópi.
Laugardag og sunnudag....úbbs ég man ekki, hef líklega bara verið heiima að læra!! Ekkert stendur upp úr...

Gott að allt gengur vel :)

Knús og kossar
- Kristrún

Nafnlaus sagði...

Helgin mín fór í búðaráp að hluta til. Var einmitt að leita mér að einhverjum sætum stígvélum, en fann ekkert:( Fórum svo í heimsóknir og svona.

Kveðja Solveig húsó