mánudagur, september 18, 2006

Guð var svo góður...

...að hann gaf mér skít í stað heila.

Þessa snilldar setningu átti hún Guðrún systir mín í gær. Hún er eitthvað pirruð á stærðfræðinni þessi elska. Ég skil hana svooooo vel!!!

Var að skrá mig á námskeið, gaman :) Þetta mun vera meðgöngujóga-námskeið og ég byrja á mánudaginn. Ég var búin að skrá mig á annað námskeið í Lótus-setrinu en þar var biðtíminn til að komast að um 6-8 vikur. Mig langði svo að byrja núna strax þannig að ég fór bara á stúfana, á internetinu, og fann mér annað námskeið. Þetta námskeið er í Leikhöllinni í Hólmgarði í Bústaðahverfinu. Vissi ekki einu sinni að það væri fyrirtæki staðsett í Hólmgarði!!! Eníhú þá er hægt að fara síðan seinna meir á ungbarnanudd-námskeið þarna og alls konar. Bara gaman að því.

Hver fór á Nick Cave tónleikana á laugardaginn??? Ég fór!!! En mér hefði verið nákvæmlega sama þótt ég hefði misst af þeim. Dísús...ekki alveg það sem ég bjóst við og ég var nú bara í hálfgerðu sjokki!!! Maðurinn er bara búinn að pönka sig upp og þetta voru sko ekki notalegir tónleikar eins og maður átti von á. Ég hefði sennilega ekki þekkt "Henry Lee" ef hann hefði ekki kynnt það lag!!! Fjúff eyrunum mínum ofbauð að minnsta kosti mikið!!!

Jæja kominn tími á að hypja sig heim. Ætla að halda áfram að vera duglega að sauma útí skírnarkjólinn minn. Alveg að verða búin með verkið og held að ég verði bara mjög sátt við útkomuna...alla vega er ég sátt með það sem komið er só far.

Og bæ thö vei þá eru tæpar 3 vikur í að ég verði í Kaupmannahöfn með allri minni yndislegu fjölskyldu og unnusta og mági. Vúhú bara stuð á okkur sko!!!

4 ummæli:

Unknown sagði...

Úúú gaman að skreppa til Köben !!! Það verður alveg yndislegt hjá ykkur :)
Já þú verður að vera dugleg að sauma út í kjólinn svo hann verði nú tilbúinn áður en litla gullið fæðist..

Gott hjá þér að drífa þig í jóga, það er svo gott fyrir líkama og sál :)

Knúsknús,
Kristrún

Nafnlaus sagði...

Vá, það er greinilega nóg framundan hjá þér kona góð :-) Skil ekki hvað hún Gunna litla er að spá, þessi klára stelpa....stundum þarf maður ekki að skilja allt strax-til hvers eru þessir kennarar eiginlega???? Er sjálf að glíma við heimadæmi í aðferðarfræði, hver fann upp þetta rugl, svei mér þá..... :-(

Nafnlaus sagði...

Ég og Gunna erum sko skyldar. Ég er búin að vera að rembast við að ná myndum úr digitalvélinni og er orðin sannfærð um að eyrnamergurinn minn sé litlar heilablæðingar.

Nafnlaus sagði...

Í dag eru 3 vikur þangað til ég fer til london. Fyndið hvað maður magnast alltaf upp af tilhlökkun rétt áður en maður fer út, telur dagana niður og alles;)