þriðjudagur, september 05, 2006

Fréttir af mér og mínum

Jæja þá er það orðið opinbert...lítill erfingi væntanlegur!! Áætlaður komudagur er 8. mars 2007. Mikill léttir að þetta er orðið opinbert og fer að verða ómögulegt að leyna þessu mikið lengur hvort eð er. Við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessu, ekki annað hægt sko :) Maður verður nú að vera virkur þátttakandi í óléttukeðjunni í saumaklúbbnum. Ég er núna þriðja í röð án þess að keðjan slitnar svo það er komin pressa á hinar skvísurnar að viðhalda þessu ;)

Jæja ekki meira að frétta í bili. Enda er þetta það stór frétt að hún fær alveg sér færslu ;)

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elskurnar mínar, ég er enn með tárin í augunum eftir að hafa fengið Fréttina stóru :-) sem kom á nokkuð sérstakan máta, ekki orð um það meir ;-) Þarf endilega að fara að jafna mig því það er býsna erfitt að læra með tárvot augu....og svo munið þið hver á afmæli 7.mars !!!!!!!!!!!
Frábært-hamingju öll

Jórunn S. Gröndal sagði...

Takk elsku Jóhanna fyrir hamingjuóskirnar :) Já ég hef fjórar góðar dagsetningar til að reyna að miða á í mars. 1. mars fyrir Ásgeir frænda, 7. mars fyrir þig, 13. mars fyrir Guðrúnu og 14. mars fyrir Unni ömmu. Allt góðir dagar. Kannski vill krílið síðan bara fá sína eigin dagsetningu, kemur allt í ljós :)

Nafnlaus sagði...

Innilega, innilega til hamingju með væntanlega erfingjann Jórunn og Biggi. Ætlaði varla að trúa tilvonandi móðursysturinni þegar hún sagði mér frá þessu :) Gangi ykkur allt í haginn.

Kveðja frá Ameríku

Unknown sagði...

Hihi víííí....ég er búin að vita þetta svo lengi og nú er bara að senda reglulegar fréttir og bumbumyndir elsku litlu dúfurnar mínar :)
Enn og aftur.....til haminguuuu ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju enn og aftur! Ég ætla samt ekki að viðhalda keðjunni;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbubúann!! Þetta er bara yndislegt og algjör gullsending í Haðalandið þar sem spennt amma bíður!! Það verður gaman að fylgjast með ykkur hérna á blogginu þar sem við erum ekki á staðnum til að taka þetta reglulega út!!

Kveðja frá Mekka Norðurlandsins...

The Gröndals

Nafnlaus sagði...

Hvað með afann???? Er það bara amma í Haðalandi sem er spennt????
Alveg er ég viss um að afi Steini er líka spenntur ;-)A.m.k. pínulítið..........

Jórunn S. Gröndal sagði...

Holy cow já hann er sko líka spenntur. Held að hann hafi verið farinn að örvænta og alvarlega farinn að huga að því að taka strákana á fyrirlestur í hvernig börnin eru búin til...hahaha. Hann var svo krúttlegur þegar við sögðum þeim frá þessu, alveg orðlaus og stjarfur. Svo knúsaði hann mig og mér sýndist hann nú vera aðeins votur í augunum...elsku karlinn :D

Nafnlaus sagði...

Veit að afinn er líka spenntur en það er bara þannig að ömmurnar verða alltaf svo meira mikilvægar þegar dætur þeirra verða barnshafandi....það hefur eitthvað að gera með samband móður og dóttur annars vegar og sameiginlegan skilning á því sem fylgir að eignast sitt fyrsta barn. Afar skilja ekkert svoleiðis því þeir ganga ekki með börn allavega ekki mínir afar eða pabbar!!!!...Það var nú bara þannig sem ég meinti!!!
Kveðja frá AK

Nafnlaus sagði...

Held að þetta sé bara mjög persónubundið. Allavega voru pabbi og afi mikið spenntari og áhugasamari þegar ég var ófrísk, heldur en mamma og amma :-)

Bestu keðjur á Norðurlandið :-)

Jórunn S. Gröndal sagði...

Vá það er bara traffík á bloggið mitt þessa dagana...man ekki hvenær ég sá síðast 10 komment á eina færslu...held bara ALDREI...vúhú gaman að vera svona vinsæll ;)

Takk allir fyrir hamingjuóskirnar. Knús og kossar til útlanda, Bába og Strúna. Knús og kossar í Reykjavíkur og nágrennis og Knús og kossar til frænda minna og Önnu skvísu á Akureyri!!!

Og varðandi spenninginn þá held ég að það séu bara allir að deyja úr spenning. Ömmurnar þrjár, afarnir þrír, endalaust mörgu systkynin og síðast en ekki síst við hjónaleysin :) Held að með sanni sagt að þetta barn verður dekraðasta barn í heimi af ööölllluuu þessu fólki, enda fyrsta barnabarn í öllum þremur fjölskyldunum...fjúff ;)

Nafnlaus sagði...

Kæra Jórunn og Biggi...Innilegar hamingjuóskir með krílið sem þið eigið í vændum.
Knús frá Elísabet

Nafnlaus sagði...

Til lukku med bumbubuann!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbukrílið.

Kveðja Solveig húsó og Aron dúlli

Nafnlaus sagði...

Jej! Loksins búið að tilkynna!!:) Ég er svo glöð því bráðum getum við farið að leika okkur saman með krílin okkar:) Þó að það verði hálft ár á milli... það er í góðu lagi! Allavega getum við farið í göngutúra næsta sumar og gert e-d skemmtilegt með krílin okkar:)
Ykkur er velkomið að kíkja í heimsókn núna:) Við erum búin að jafna okkur og allt komið á gott ról.
Knús:*

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbubúann... er sko alveg búin að vera bíða eftir þessu!!! Og ég segja bara eins og vanalega alltaf er maður síðastur að frétta allt.. það vantar allt kjaftagen í familíuna... samt voru sko tilvonandi amman og afinn sko hjá ömmu og afa mínum og ég að tala við ömmu í símann... og svo skilur enginn að það skuli ekki kjaftast úr mér hver tuskan (eða eitthvað svoleiðis) hahaha gaman af þessu...