fimmtudagur, september 28, 2006

Draumar!!

Mikið rosalega dreymir mig orðið skrítið. Í morgun vildi ég ekki vakna því mig var að dreyma að um leið og ég vaknaði þá yrði farið með mig beint inn á skurðstofu, keisaraskurður framkvæmdur og tvíburarnir mínir teknir. Hmmm...þá er bara stóra spurningin, ætli það sé annað kríli sem er búið að vera að fela sig allan þennan tíma? Hummmm interesting!!! Það er nú alveg nóg að eignast eitt svona til að byrja með svo við skulum bara vona að sónarmyndirnar séu ekki að ljúga og það sé bara eitt takk fyrir.

Annars er ég komin 17 vikur í dag, fyrir þá sem vilja vita svona hluti. Ég ætla að reyna að byrja á hreiðurgerðinni þó að það sé ekki nærri tímabært. Kominn tími til að byrja á jólahreingerningunni. Sagði þetta við Bigga í gær og hann hélt að ég væri bara orðin klikkuð því september er jú bara rétt að klárast og langt í jólin. En ég verð örugglega orðin þyngri á mér þegar nær dregur jólum og þá nenni ég ekki að vera að þrífa og príla til að taka skápana í gegn. Hann var svo sætur að segja, "ég get alveg þrifið jólahreingerninguna". En svona vil ég bara hafa þetta Biggi minn og það er held ég ágætt að taka bara eitt herbergi í einu, því þau eru svo mörg ;), og þá verða þetta bara notaleg þrif og tiltekt. Er meira að segja búin að gera lista yfir það sem ég ætla að gera á næstu dögum og vikum. Hehemm...já ég á það til að reyna að skipuleggja mig á fyndinn hátt :)

Prjónadísin kom yfir mig í gær og ég prjónaði heila skálm á babybuxur í gær, geri aðrir betur. Finnst hún frekar skrítin en hún á örugglega bara að vera þannig, vonandi!! Jæja er þetta ekki komið gott í bili

adju

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Viltu skila til prjónadísarinnar að mig langar ennþá í norska peysu. Kannski verður barnið þitt bara með skrítna fætur sem passa í skrítnar skálmar. Neiiii....það verður örugglega með fullkomnar, en stuttar, lappir.

Unknown sagði...

Bara senda þér smá kveðju héðan frá ungó...

strúnuknúúúúúúús!

:)