fimmtudagur, september 21, 2006

16 vikur búnar...

...og um 24 vikur eftir.

Mér fannst þetta búið að vera svo ótrúlega fljótt að líða en núna silast tíminn bara áfram. Fyrstu 12 vikurnar voru svo fljótar að líða, þó að við höfðum vitað þetta frá bara viku 4!!! Kannski var það af því að það vara sumar og sumarið er alltaf búið áður en maður veit af. Svo var ég líka í skólanum í ágúst og hafði ekki einu sinni tíma til að hugsa. Þannig að allt í einu vorum við bara búin að fara í fyrstu mæðraskoðun og hnakkaþykktarmælingu. Núna er ég búin að vera að bíða og bíða eftir að fara aftur í mæðraskoðun, hlakka svo til að heyra hjartsláttinn aftur :D Kannski er tíminn líka lengi að líða af því að ég er að bíða eftir að fara til Köben sem verður í sömu viku og mæðraskoðunin...vúhú...allt gerist á sama tíma!!!

Annars fór ég í búð í gær, sem ætti ekki að vera frásögufærandi en er það samt, það er ansi langt síðan ég fór í búð og verslaði fyrir nokkra daga. Ísskápurinn er búinn að vera mjööög tómur að undanförnu. Alla vega þá skellti ég mér í Krónuna í Skeifunni og ó mæ hvað það er ekki spes búð. Hún er alveg hræðinleg, Bónus búðirnar eru svo margfalt betri!! Ég fékk ekki allt sem var á listanum mínum svo ég ákvað að skella mér í Hagkaup til að pikka upp restina. Haldiði að ég hafi ekki borgað jafn mikið fyrir þessa nokkra hluti sem ég keypti í Hagkaup og fyrir allt sem ég keypti í Krónunni!! Tvöþúsund kall á hvorum stað! En ég eldaði að minnsta kosti í gærkvöldi sem er meira en ég get sagt að hafi gerst í langan tíma. Er alveg búin að vera í letinni og þreytunni. Samlokurnar voru farnar að vera frekar þreyttur kvöldmatur...hehe. Kannski er orkan loksins að koma yfir mig. Við skulum vona það!

Svo fórum við í göngutúr um hverfið eftir að við vorum búin að ganga frá eftir matinn. Bara fyrirmyndar-par. En það var nú frekar kalt og lærin mín voru eldrauð þegar við komum til baka. Brrrrrr...veturinn er að næsta leiti!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu, þessar vikur eiga eftir að vera fljótar að líða. Áður en þið vitið af fæðist yndislegt kríli. Njóttu meðgöngunnar í botn, hlustaðu á líkamann og bíddu spennt t.d. þegar þú finnur hreyfingarnar. Það er svo gaman :-) Ég var td. að tala við ömmu Systu í símann þegar JR lét fyrsta sparkið vaða og vá.....þvílík læti. Þá var ég bara komin 18 vikur. Svona gleymir maður ekki þó svo að krílið sé í dag 15 ára síðhærður trommari með englakrullur :-)

Nafnlaus sagði...

Er ekki tíminn alltaf lengi að líða þegar maður er að bíða. Óléttuföt á dönsku er "ventetöj". Ha ha "bíðiföt".