fimmtudagur, október 25, 2007

Draumfarir

Skemmtilegt frá því að segja að mig dreymdi undir morgun að Hjördís vinkona var að útskýra fyrir mér að þegar konur væru óléttar gætu þær eingöngu sagt: "dadda dadda dadda dadda". Þetta var að sjálfsögðu sagt með ungbarna rödd. Eftir smástund fór leysa svefn hjá mér og þá var þetta bara sonur minn að reyna að fanga athygli mína svo honum yrði kippt upp úr rúminu sína og í fangið hjá "dadda". Honum varð að ósk sinni og allir glaðir. Getum þó velt okkur aðeins upp úr því hvort hann hafi fattað að með því að segja "dadda" þá hafi hann að sjálfsögðu átt við pabba sinn. Íhugum það í nokkrar vikur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal íhuga málið og láta þig vita í lok nóvember.... ;)