laugardagur, júní 09, 2007

Gaman að pæla

Ég er alltaf að velta fyrir mér hvernig ég geti raðað inn í stofuna hjá mér þannig að það verði ekki úber lítið pláss til að athafna sig. Ég tel mig vera búna að finna lausn á þeim vanda, en þá kemur babb í bátinn. Núna er ég búin að setja sófann fyrir stofugluggann, þannig að stóri glugginn minn nýtist ekki eins og hann á að gera. Hvað gera bændur þá (eða Kópavogsbúar)? Núna er pælingin að halda skipulaginu en spegla því, spennandi!!! Þá þarf að redda sér einhvers konar apparati sem sendir internet í gengum rafmagn. Þetta apparat er víst til. Allt er nú til segi ég bara, en sem betur fer því þá get ég speglað stofunni minni. Súper!!

Annars erum við búin að vera gæða okkur á kökum og heitum rétt hérna. Jú mikið rétt, ég var aðeins að fagna því að hafa átt afmæli í vikunni. Hópur góðra gesta var hérna í dag. Bara notalegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko...það er alveg að koma júlí....heimta nýtt blogg.... þó ég sé lítið á netinu þessa dagana kíkti ég samt alltaf ;)
sé þig bráááðuuuuum....

knús!