mánudagur, maí 21, 2007

Snjor og el!!!

Hver pantar eiginlega skítakuldag og snjó og él í maí???? Það var að minnsta kosti EKKI ég!! Átti ekki til orð þegar ég kom fram með Hrafn í morgun og sá bara jólasnjósflögur svífa til jarðar. Það er í Ástralíu þar sem jólin eru að sumri til en ekki á Íslandi...hellúúúú. Ætli Hrafn fari ekki í fyrsta sinn á ævi sinni í kuldagalla á eftir, en ég er að pína hann til að sofa fyrri lúrinn inni því það er oft eins og nebbinn hans stíflist aðeins þegar hann sefur úti og því kaldara því meiri stífla. Svolítið erfitt þegar barnið manns er þvílíkt duddusjúkur þegar það á að fara að sofa, þá verður sko að vera hægt að anda með nebbanum litla.

Annars er ekkert á planinu í dag annað en að taka ef til vill upp heklunálina. Þyrfti að þrífa kannski, en er ekki alveg að nenna. Usss...druslan þín Jórunn!!!

3 ummæli:

Kristr� sagði...

Ertu að meina þetta!! Snjór??? Það er tæplega 30 stiga hiti hér og ég er að kaaaafna......hvernig væri að fara milliveginn og skipta þessu bróðurlega á milli landa :o)

Byrjaðu að hekla smá og taktu síðan smá til ;) um að gera að gera þetta bara í smáskömmtun hihi :o)

Voðalega er ég fegin að fá blogg frá þér snúllan mín :)

Knús og kossar,
Kristrún

Jórunn S. Gröndal sagði...

Ég er ekki enn farin að hekla, en er búin að taka smá drasl úr stofunni og setja í þvottavél. Jiminn eini hvað ég er dugleg...hehe ;)

Nafnlaus sagði...

Vei, það var gaman að fá að lesa tvær færslur í einu:) Já veðrið á Íslandi er stórfurðulegt. Áðan var slydda, núna er sól..