fimmtudagur, mars 01, 2007

Stefnumot a miðvikudegi

Núna erum við að nýta tímann og njóta þess að vera bara tvö. Fórum því í gær út að borða á Tivoli. Það var nú ekki mikið að gera þar, enginn þar inni þegar við komum. Ég fékk svona 2 fyrir 1 með nýjasta Gestgjafanum og það var nú ágætt að ég fékk svoleiðis því mér fannst maturinn sem ég pantaði mér ekkert sérstakur. Tagliatelli með kjúklingabringu og gorganzola sósu. Kjúklingurinn var frekar gúmmíkenndur :/ Biggi fékk sér lambakjöt og það var fínt en ekkert svona kannski geggjað, en við þurftum bara að borga fyrir matinn hans þar sem hann var dýrari en minn. Svo ætluðum við að fara á Lækjarbrekku og fá okkur Créme Brulé, eða hvernig það er skrifað. En svo komumst við að því að þeir eru hættir að gera svoleiðis og þvílík synd því ég hef ekki fengið eins gott Créme Brulé eins og á Lækjarbrekku. Við týmdum svo eiginlega ekki að borga meira en þúsund kall fyrir eftirrétt svo við fórum bara og fengum okkur vesturbæjarís og tókum með heim og borðuðum yfir tveimur þáttum af Dexter. Erum að byrja að horfa á þá þætti og ég verð að segja að fyrstu tveir lofuðu mjög góðu :)

Annars er allt í rólegheitum hjá mér. Tek bara einn dag í einu og reyni að sofa eins mikið og ég get, er ekkert að sofa út eins og ég gat þegar ég var unglingur. Svo set ég mér fyrir lítil verkefni á hverjum degi svo ég eyði ekki heilu dögunum í það að horfa bara á sjónvarp. Núna er t.d. verkefni dagsins að setja í eina þvottavél, taka niður af snúrunum og þvo það sem ég þarf að handþvo. Brjálað að gera í Hlíðarhjalla ;)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað mér líst vel á þetta hjá ykkur, eyða smá tíma saman áður en þetta brestur allt saman á :) Gott hjá ykkur!

Nú fer þetta heldur betur að styttast..ótrúlegt en satt!! Jórunn að verða mamma.... :o)

Bíð spennt eftir fréttum og mun fylgjast vel með blogginu og símanum mínum ;)

Knús og kossar,
Kristrún

Nafnlaus sagði...

En hvað mér líst vel á þetta hjá ykkur, eyða smá tíma saman áður en þetta brestur allt saman á :) Gott hjá ykkur!

Nú fer þetta heldur betur að styttast..ótrúlegt en satt!! Jórunn að verða mamma.... :o)

Bíð spennt eftir fréttum og mun fylgjast vel með blogginu og símnum mínum ;)

Knús og kossar,
Kristrún

Nafnlaus sagði...

Mmmmmmmm....vesturbæjarís!!!

Nafnlaus sagði...

hvar er þessi blessaða Vesturbæjar ísbúð????

Jórunn S. Gröndal sagði...

Rétt hjá KR-heimilinu...bara besti ísinn í bænum!!!!

Nafnlaus sagði...

Hagamel held ég, nr 67 ef ég man rétt... og mundu: biðja um gamla ísinn...

Jórunn S. Gröndal sagði...

ójá gamli ísinn is the bomb!!!! Bara bestur í geiminum

Nafnlaus sagði...

Jiii núna farið þið alveg að fá krílið í hendurnar, svo stutt eftir;) En flott að setja sér fyrir verkefni, það styttir dagana og biðina eftir krílinu. Gangi ykkur súper vel. Fylgist spennt með á blogginu og barnasíðunni;9
Kv. Solveig Björk