miðvikudagur, mars 07, 2007

Hvaðan koma....

...húsflugur á veturnar? Þetta veldur mér hugarangri. Ég galopnaði allt hérna í gær því mér var vel heitt. Enda skein sólin svo fallega inn um stóru stofugluggana mína. Svo sé ég þessa litlu húsflugu hér á röltinu. Hún hafði þá bara boðið sjálfri sér inn, dóninn. Ég átti ekki einu sinni til kaffi og með því fyrir hana greyið. Hún er hér enn og bíður og vonar að hún fái eitthvað almennilegt að borða en ekki verður henni að ósk sinni frekar en fyrri daginn.

Ætla að óska afmælisbarni dagsins til hamingju: Til hamingju með afmælið Jóhanna mín!!!! Ég hlakka til að smakka á frönsku súkkulaðikökunni á eftir...nammi namm

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já óskiljanlegt með þessar flugu druslur!! Þær eru nú ekki í uppáhaldi hjá mér. Enda kom ein inn um daginn en ég held að hún hafi flogið strax út um næsta glugga því hún vissi örugglega að ég myndi drepa hana ef hún ætlaði að setjast að hjá mér!! Flugur er sko ekki velkomnar á mitt heimili! Ég er svo skít hrædd við þær..... hihihi..........
En nammi namm... þú heppin að fá franska súkkulaði köku á eftir......

Nafnlaus sagði...

Ég ímynda mér alltaf að þessar vetrarflugur lifi á einhverju sem liggur dautt inn í veggjunum hjá manni. Þess vegna finnst mér þær alltaf alveg hrikalega ógeðslegar!En ég er náttúrulega bara sægó og vona svo sannalega að það séu engin lík í veggjunum hjá þér.

Jórunn S. Gröndal sagði...

Engin lík hjá mér...alla vega ekki eftir mig ;)