þriðjudagur, desember 19, 2006

Það heyrast jólabjöllur...

...og ofan úr fjöllunum fer, flokkur af jólakörlum til að gantast við krakkana hér!!

Jæja senn líður að jólum og það er ekta íslenskt jólaveður úti, rok og rigning. Jibbí jei!! Jólagjafa innkaupin eru að verða komin, fórum í gærkvöldi í Smáralindina og náðum bara alveg að gera heilan helling á einum og hálfum tíma. Powershopping!! Svo er búið að pakka þessu öllu saman inn og allt reddí bara. Ég hef nefnilega óstjórnlega þörf fyrir að klára að pakka inn um leið og gjöf er keypt, hef ekki verið svona áður svo ég er að velta fyrir mér hvort þetta gæti tengst óléttunni. Venjulega sat maður á gólfinu inn í herbergi á þorláksmessu og pakkaði öllu klabbinu inn þá. Núna er bara komin the ultimate packingstation á borðstofuborðið og allt til alls :) I like it og leyfi Bigga greyinu ekki að koma nálægt innpökkun. Nema náttúrulega á jólagjöfinni frá honum til mín :)

Þetta verða að öllum líkindum bara róleg jól. Aðfangadagskvöld verðum við í sitthvoru lagi, ég í Haðalandinu en Biggi í Grundarásnum. Svo á jóladag verður víst ekki jólaboð í minni fjölskyldu í fyrsta skipti síðan ég man bara ekki hvenær, þannig að ég verð bara á náttfötunum til svona kl. 17. En jólaboðið hjá ömmu og afa hans Bigga er að sjálfsögðu á sínum stað á jóladagskvöld með öllu tilheyrandi. Þannig að núna förum við bara í eitt boð á jóladag. Svo ætlar mamma að bjóða okkur í mat annan í jólum svo að við verðum eitthvað öll saman með tengdasonunum líka :) En ætli maður verði ekki bara í rólegheitum svo um áramótin því áramótaboðið í fjölskyldunni minni verður víst ekki heldur. Það eru bara allir að leggja niður hefðirnar...usss. Það hentar mér reyndar ágætlega að jól og áramót verði bara róleg því þetta er tími sem ég þarf að nota til að hlaða svolítið batteríin svo ég geti haldið áfram að vinna fulla vinnu eitthvað áfram. Maður er nú ekki alveg eins orkumikill og maður var hérna áður...gæti sofnað oft á dag fram á borðið mitt...hehe

Jæja nóg af þessu blaðri í bili

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fariði þá ekkert á gamlárskvöld? :S

Nafnlaus sagði...

Greinilegt að Jórunn er komin í jólaskap :-) Mér líst mjög vel á innpökkunarstöðina, má ég koma með mitt til þín?????

Jórunn S. Gröndal sagði...

Jú ætli við náum ekki að pota okkur til annað hvort foreldra minna eða mömmu hans Bigga á gamlárs.
Og Jóhanna mín þú ert ávallt velkomin :D